Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Side 59

Eimreiðin - 01.09.1971, Side 59
HAUST 123 hans og óhug. Héðan varð hann að komazt sem fyrst. Enn var hann á flótta eins og fyrir fjörutíu árum. Þá hafði gróandi vorsins á sálinni hann á valdi sínu, nú vetrarkvíð- inn. Uppi í herbergi hans, réðust að honum sviminn og höfuðþyngslin, sárari og aflmeiri en nokkru sinni fyrr. Hann hellti vatni í glas, tók pillustaukinn titrandi höndum, lét allt innihald hans koma í lófa sinn og gleypti síðan, án nokkurrar aðgæzlu n'ema þeirrar, að dreypa á vatni jafnframt. Um kvöldmatarleytið er drepið laust á dyr, og Magga kemur í gættina að venju, segjandi: Baldi minn, á ég að færa þér, eða kem- irðu niður? Þegar hún fær ekkert svar, gengur hún innar og sér þá, að Garibaldi liggur endilangur á gólfinu, líkt og dauður væri. En dauður var hann þó ekki, þótt and- lit hans væri lítið eitt afmyndað, slapandi og líflítið, 'einkum öðru- megin. Átta sólarhringum síðar, þurfti Magga ekki lengur að kalla á Balda sinn. Hann hafði öðlazt hinztu hvíld í faðmi vetrarins. Því að enn hafði skipazt veður í lofti, og norðanátt með snjókomu setzt við stjórn í ríki vindanna, sem breiddu hvíta og kalda voð yfir lágt kuml hans. Stökur Eftir Pétur Sumarliðason Langt til fjalla uni einn við eyðihaf af sandi. Enginn fær þar staðizt steinn. Stórbrim rís á landi. Úr fjarlægð óma finn eg þó fjörubrimið heima. Þaralykt og þungan sjó — þetta er mig að dreyma.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.