Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Page 60

Eimreiðin - 01.09.1971, Page 60
Mangi grjót Eftir Jeppe Ákjær — Þorsteinn L. Jónsson íslenzkaði Hver rær sér bak við byrgið með bólgna reifa-hönd og lepp fyrir öðru auga, ei fötin heil né vönd? Hann Mangi, er brautir brýtur, en býr við skort og nauð, þótt manndóm hafi mikinn, sér mylur grjót í brauð. Og mundu, ef að morgni af mjúkum vaknar blund, árla hamarshöggin þú heyrir alla stund. Hann Mangi er þá að mylja, þótt mæði elli fót. í klöppum kvikna gneistar, er kempan mylur grjót. Ef búast skjótt á brautu þér býður þörfin nauð um haust — og mætir manni með augu vot og rauð. Þá er það Mangi að mylja, þótt mikill gaddur sé. Gegn kulda varla verst hann með vetrarbólgin hné.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.