Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Page 65

Eimreiðin - 01.09.1971, Page 65
ÆVISAGA MIKILS LEIÐTOGA umdeildur maður meðal landa sinna beggja megin hafsins, og er óþarft að fjölyrða um það. En við jjað að lesa jressa ævisögu lians hafa mér orðið ríkar í liuga þessar spakyrtu ljóðlínur Guðmundar skálds Friðjónssonar. Stendur um stóra menn stormur úr hverri átt. Veðurnæm verða enn vaðberg, er gnæfa hátt. Með öðrum orðum, eins og sag- an ber ótal vitni um mikla menn, átti séra Jón í lifanda lífi fjölmenn- an hóp einlægra aðdáenda og traustra fylgjenda, en einnig margt andstæðinga, sem fundu honum niargt til foráttu, en almennt munu þeir þó 'einnig hafa viðurkennt það, að hann var mikilmenni, óvenjulega heilsteyptur maður í lund, og hjartahreinn að sama skapi. Og enn á hann djúp og víð- tæk ítök í hugum eldra fólksins íslenzka vestan hafs. Get ég um það borið af eigin reynd. Séra Jón var frábærlega ritsnjall maður, eins og lýsir sér vel í rit- gerðum hans og prédikunum, og í ritum hans. Ber þar liátt jrýðingu hans af skáldsögunni Ben Húr, sem er ágætlega unnin og mikið afrek, enda vann hann að þeirri jjýðingu í tíu ár í hjáverkum frá tímafrek- um skyklustörfum. Prédikanasafn bans Guðspjallamál er Jró vafalaust merkasta rit hans, en Jjar fara sam- 129 an andríki, hugsanaauðlegð og mikil málsnilld. í ævisögunni bregður séra Run- ólfur upp, eins og vænta mátti, mjög skilningsríkri og samúðar- ríkri mynd af frænda sínum og kirkjulegri og menningarlegri starfsemi hans. Er ég um {)að al- gerlega sammála Steindóri skóla- meistara, er hann kemst svo að orði í framanefndri umgetningu sinni um ævisöguna: „Kemur persónu- leiki séra Jóns vel fram í sögunni, og hvert starf hann vann í jrví efni að halda saman þjóðarbrotinu vest- ur-íslenzka á fyrstu árum land- námsins." Ekki gleymir séra Runólfur lield- ur Jæim grundvallarþætti, sem frú Lára Bjarnason átti í öllu ævistarfi rnanns síns. Hún var ein af hin- um merku dætrum þeirra Péturs og Guðrúnar Sigríðar Guðjohn- sens, og lýsir séra Runólfur, sem gerst mátti j)ar um vita, frú Láru á Jressa leið, er hún kemur fyrst fram á sviðið í bók hans: „Lára var elzt barnanna, gædd ágætum liæfileikum, vel menntuð, prýðis vel að sér í söngfræði. Þrek og þekking, dugnað og sparsemi hafði hún eignazt í heimilislífinu fyrir tilsögn góðra foreldra og fyr- ir hennar 'eigin góða vilja til að veita alla J)á hjálp, sem henni var unnt. Allt Jretta kom sér dásam- lega vel í Joví margjíætta, mikla og heillaríka ævistarfi, sem var fram- undan.“ 9

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.