Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 19

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 19
J.H.: Hér mætum við að sjálfsögðu því vandamáli, að sumir eru tekjuhærri en aðrir. En ég álít, að unnt kynni að vera að glima við málin á grundvelli neikvæðs tekjuskatts, sem svo hef- ur verið nefndur. Hann felst í því, að við tryggjum það, að eng- inn þjóðfélagsþegn, engin fjölskylda hafi tekjur fyrir neðan til- tekið lágmark, og skiptum við okkur þá ekki af því, hvernig fólkið notar tekjurnar. Fólk hefði frjálsar hendur um það, livers konar opinbera þjónustu það notaði sér og greiddi hana þá fullu verði eða því sem næst. Eins og nú hagar til, hefur valfrelsi íólks verið skert, þar sem það greiðir lítið sem ekkert fyrir suma þjónustu, en verður að greiða mikið fyrir aðra þjónustu. — Hafa einhvern tíma komið fram tillögur um neikvæðan tekjuskatt hér á landi? J.H.: Það voru uppi hugmyndir um hann eða svipað fyrir- komulag þegar á árinu 1964. Þá voru slíkar liugmyndir næsta nÝjar af nálinni erlendis. Efnahagsstofnunin vann að gerð til- lagna, sem lagðar voru fyrir ríkisstjórnina og sem hún var eiginlega búin að fallast á. En þegar til átti að taka, reyndist mikil andstaða gegn þessum hugmyndum í þingflokki Alþýðu- flokksins, og ekkert varð úr öllu saman. Það var aftur á móti meiri skilningur á þessum hugmyndum og nokkur hrifning með- al sjálfstæðismanna. Þó grunar mig reyndar, að þegar til hefði att að taka, hefðu sömu sjónarmið skotið þar upp kollinum, eins °g i Alþýðuflokknum. 19

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.