Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 21
EIMREIÐIN halda áfram ac5 vera menn með mönnum; hluti af þeirri menn- ingarheild, sem við upphaflega heyrðum til i Evrópu. Til þess verðum við að yfirvinna einangrunina, yfirvinna fjarlægðina °g halda eðlilegu sambandi við umheiminn. Þetta hefur okkur tekizt vel á blómaskeiðum okkar, en mistekizt á erfiðum tím- nm. Líklega hefur efnahagur þjóðarinnar ráðið mestu um, hvort þetta hefur tekizt vel eða illa. En þegar vel hefur tekizt, höfum við getað staðið öðrum fæti í Evrópu, eða í hinum stóra heimi, en hinum í einangrun eyjaskeggjans og þá hefur okkur tek- !zt að móta sérstæða islenzka inenningu, sem á vissum tímabil- um hefur náð mikilli blómgun. Ég tel því, að það sé á algjörum misskilningi byggt að óttast, að við förumst i þeiin stóra heimi. Hættan liefur aldrei verið i þvi fólgin og verður varla i bráð. Hættan er miklu frekar sú, að okkur takist ekki að halda eðlilegu sambandi við umheiminn. ST J ÓRNMÁL AÞÁTTT AK A Hyggur þú á beina þátttöku í stjórnmálum? J-H.: Nei, það geri ég ekki. Ég hef fengið nóg af stjórnmála- afskiptum. Þau eiga ekki við mig og hafa líklega aldrei átt. Þar með er ekki sagt, að ég liafi ekki áhuga á stjórnmálum eða skoð- anir á þeim. En ég hef starfað á öðrum vettvangi, sem ráðunautur stjornmálamanna og samstarfsmaður þeirra, bæði hér á landi °g erlendis. Mér hefur líkað það vel og held, að ég hafi gert meira gagn með því móti heldur en ég hefði gert með beinni stjórnmálaþátttöku.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.