Eimreiðin

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 68
EIM&EIÐIN Seinagangur í dómsmálameðferð er engan veginn nýtt fyrir- bæri hér á landi, hvað þá heldur, að hér sé um að ræða sér- islenzkt fyrirbrigði. Or okkar fyrri tima sögu þekkjum við mörg dæmi þess, að harðfylgnir menn ættu í málaferlum jafnvel svo áratugum skipti, og í nágrannalöndum okkar er víðast hvar kvartað undan því, hve hægvirkt réttarkerfið sé. Það fer ekki á milli mála, að það hefur mjög óheppilegar af- leiðingar, hversu langan tíma það tekur að fá dómsúrlausn um deilumál, bæði fyrir þá, sem hlut eiga að máli hverju sinni og fyrir þjóðfélagið í heild. Réttur manns er því aðeins fullur rétt- ur, að hans verði neytt, þegar maður sjálfur kýs og á að lögum kröfu á, en sá réttur, sem ekki fæst notið fyrr en um siðir, er ekki nema hálfur réttur. Stór meirihluti þeirra svokölluðu einlcamála, sem fyrir dóm- stólana eru lögð, snýst um peninga eða önnur fjárhagsleg verð- mæti (eins og svo margir aðrir þættir lífsbaráttunnar). Meðan á málarekstrinum stendur, eru fjármunir þeir, sem um er deilt, oft og tíðum algjörlega ónýtir þeim aðila, sem réttilega á tilkall til þeirra, en sá aðili, sem ranglega heldur þeim, nýtir þá í sína þágu. Á hverjum tíma eru áreiðanlega hundruð milljóna króna, sem málaferli eru út af, i höndum rangra aðila. Er ljóst, að á verðbólgutímum leiðir þetta til mikils ranglætis, þvi að verð- rýrnun peninganna er miklu meiri en svo, að almennir vextir vegi þar á móti. Ein hin versta afleiðing seinagangsins er þó sú, að þeir, sem lenda í erfiðleikum við að ná rétti sínum, verða oft bitrir og fá það á tilfinninguna, að þjóðfélagið, „kerfið“, haldi hlífiskildi yfir hinum ranglátu. Þessi tilfinning er ofureðlileg, því að vegna hægvirkni sinnar verður réttarkerfið oft í reynd skjól fyrir þá, sem sízt skyldi, hina óprúttnu og sviksömu. Það er vissulega þversögn, en þó sannleikur, að þeim, sem rétt þurfa að sækja, megi standa stuggur af því að þurfa að leita á náðir stofnana réttarins, en þeir, sem á annarra rétti sitja, skuli geta litið á þær sem skjólsliús (sem betur fer þó ekki sem varanlegan griða- stað). Þegar á seinaganginn og afleiðingar hans er litið, ætti það engan að undra, þótt sú hugsun læðist oft að mörgum þeim, sem við dómsmál fást, málflytjendum og dómurum, að í raun- inni séu þeir eins konar nátttröll, en ekki þátttakendur í 20. aldar þjóðlífi. Vissulega er dómsmálastarf ólijákvæmilegur þátt- ur þjóðfélagsstarfseminnar, því að vist eru það vísdómsorð, að ríki án réttar og réttlætis sé ekki annað en risavaxinn ræningja- flokkur. En því aðeins verður um réttlæti talað, að rétturinn nái 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.