Eimreiðin

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 80

Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 80
ÉIMREIÐIN ÆSKAN ER IHALDSSÖM Hermann Liibbe er heimspeki- prófessor, sem vakið hefur mikla athygli á undanförnum árum fyrir andstöðu við sjónarmið róttækra, ungra vinstrimanna. Hann er flokks- bundinn jafnaðarmaður og tók um tíma þátt í stjórnmálum. Hann var árið 1970 í nokkra mánuði ráðu- neytisstjóri háskólamála í Nord- rhein-Westfalen, en sagði af sér, m. a. vegna andstöðu við kröfur um aukna þátttöku stúdenta í stjórn háskóla. Þá þegar var hann orðinn kunn- ur fyrir athuganir sínar á pólitískri hugmyndafræði. En eftir ráðuneyt- isstjóraskeiðið hóf hann fyrir al- vöru að gera athuganir á róttækni ungs fólks á gagnrýninn hátt. Jafn- framt átti hann árið 1970 þátt í að stofna „Samtök fyrir frelsi vísind- anna“. Þau samtök hafa á stefnu- skrá sinni að vernda sjónarmið raunvísindalegra vinnubragða gegn ásókn trúarbragðalegrar kreddu, sem þau töldu róttæka vinstri- menn vera að reyna að leiða inn í vestur-þýzka háskóla. Liibbe hefur nú á skömmum tíma ritað tvær bækur: „Theorie und Entscheidung" og „Hochschul- reform und Gegenaufklárung", þar sem hann tekur áhugamál sín til meðferðar. Þar reynir hann að gera skarpan greinarmun á félags- legri og frjálslyndri pólitík annars vegar og útópiskum draumsýnum um allsherjar áætlanagerð hins veg- ar. Lubbe heldur því fram, að hin róttæka æska sé ekki á leið breyt- inga og framfara, ekki í uppreisn gegn stirðnuðu kerfi þjóðfélags nú- tímans. Hún sé þvert á móti í upp- reisn gegn hinum öru breytingum, sem tækniþróunin leiðir af sér. Þessi æska vilji losna við þjóðfé- lag, sem leggur mönnum á herðar þá nauðsyn að þurfa stöðugt að breyta eðli sínu í takt við tímans öru rás. Æskan óttist að glata sjálfi sínu í hringiðu nútímans og óttist óvissu framtíðarinnar. Aðeins með þessu sé hægt að skýra hið trúarlega inntak í sjón- armiðum hinnar vinstri sinnuðu æsku. Hún eigi sín helgirit eftir Marx og Engels, Lenin og Trotzki, Mao og Guevara. Hún trúi á end- anlega ákvarðaðan sannleika. Og hún sé í stöðugri baráttu gegn villu- trúarmönnum. Þar vísar Lúbbe til hinnar þrálátu styrjaldar milli hinna einstöku greina marxismans um rétta útleggingu hinna heilögu texta. Lúbbe segir nýmarxismann eiga það sameiginlegt með indversk- ættaðri dulspeki og Jesús-popisma að vera trúarlegs eðlis, eins konar andstæða skynsemisstefnu og upp- lýsingarstefnu, uppreisn gegn Vol- taire og kaldri raunhyggju hins borgaralega þjóðfélags. Og Lúbbe vill einmitt skera upp herör til varnar þessari köldu raun- hyggju. Hann vill, að menn taki höndum saman til varnar hinu áþreifanlega frelsi hins borgara- lega þjóðfélags, stjórnarskrárrétt- indum, skoðanafrelsi, ritfrelsi, trú- frelsi og svo framvegis. Lúbbe vill, að stjórnmálin felist í því að stjórna skútunni í tímans straumi, en ekki í að stjórna straumnum sjálfum. Hann mælir með tækifærissinnaðri eða sveigj- anlegri áætlanagerð, sem miðar við þarfirnar hverju sinni og er í sam- ræmi við möguleika vísinda og tækni á hverjum tíma, en er and- vígur útópiskum allsherjaráætlun- um. Að þessu leyti hafa rit hans verið skilin sem varnarræða fyrir sjónarmiðum ríkisstjórnar Willy Brandt, kanzlara Vestur-Þýzka- lands. 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.