Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 30

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 30
AÐ VERA KENNAR stundum verið tengt við aðstæður í nútímasamfélagi. Sven Morch (2003) heldur því fram að vinsældir hugtaksins megi rekja til þess að áherslan í menntun hafi breyst; áður var aðalatriðið að kwma, nú að vera fær um að gera, enda falli afmörkuð kunn- átta og leikni fljótt úr gildi í tæknivæddu nútímasamfélagi; það sem skipti einstak- linginn máli er fullvissan um að vera hæfur til að takast á við ný og síbreytileg við- fangsefni - vitsmunaleg, líkamleg, tilfinningaleg eða félagsleg. Einnig hefur verið bent á að nútímasamfélagið geri ákveðnar kröfur um hæfni einstaklinga (Jensen, 2000; Morch, 2003; Ragnhildur Bjarnadóttir, 2002). Miklu skipti að vera sveigjanlegur, að geta skoðað málefni frá ólíkum sjónarhornum vegna hraðra samfélagsbreytinga. Abyrgð einstaklingsins er mikil. Ulrich Beck (1999) kallar nútímasamfélagið „áhættu- samfélag" vegna aukinna valkosta og áherslu á einstaklingsmótun sem meðal annars felst í þeirri kröfu að einstaklingarnir beri ábyrgð á eigin námi. Hæfni einstaklinga er sem sagt bæði persónuleg og félagsleg; hún byggist á kunn- áttu og sjálfstrausti einstaklingsins og er á sama tíma háð félagslegum aðstæðum og menningarlegum viðmiðum. Starfshæfni kennara og kennaranema Töluvert hefur verið fjallað um starfshæfni kennara (teacher competence, professional competence) í nýlegum skrifum um kennaramenntun og kennarastarfið (Niss, 1999; Jensen, 2001; Korthagen, 2004). Þetta hugtak er skylt öðrum hugtökum sem notuð hafa verið í umfjöllun um fagmennsku kennara; þá er átt við hugtök eins og starfs- kenningu (Hafdís Ingvarsdóttir, 2001; Ragnhildur Bjarnadóttir, 1993), uppeldissýn (Katrín Friðriksdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2002; Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1999) og sannfæringu (Jóhanna Einarsdóttir, 2003). Þessi hugtök hafa verið notuð í umfjöllun um hugmyndafræði kennara eða um þá sýn sem kennarar hafa á starf sitt, þ.e. hvernig þeir hugsa um starfið. Hugtakið starfshæfni vísar á hinn bóginn til þess sem kennarar geta gert; eða getu þeirra til að takast á við viðfangsefni starfs á mark- vissan og viðurkenndan hátt. Hugtökin tengjast engu að síður. Hugmyndir kennara um starf sitt, gildismat þeirra og lífsreynsla setja mark sitt á hvað þeim finnst þeir þurfa að geta gert og á viðurkenningu þeirra á eigin hæfni. Starfshæfni vísar eins og hin hugtökin til fléttu persónulegra og faglegra þátta; í aðra röndina er starfshæfni mjög persónuleg, byggist m.a. á trú einstaklinga á eigin getu til að ráða við viðfangs- efni, og í hina fagleg, byggir á kunnáttu, eða því sem kennarar hafa lært um kennslu og menntun barna. Þegar kennaranemar meta eigin starfshæfni eru könnuð viðhorf þeirra til eigin getu til að takast á við starfið eða afmarkaða þætti þess. Margt bendir til að íslenskir kennaranemar sem og erlendir (Hafdís Ingvarsdóttir 1997; Korthagen, 2004) telji mjög mikilvægt að læra að gera hlutina. Við undirbúning rannsóknarinnar spurði undirrituð kennaranema á fyrsta ári hvað þá skorti til að ráða við erfið viðfangsefni kennarastarfsins, m.a. agavandamál. Mikill meirihluti þeirra sagðist þurfa meiri reynslu, fá tækifæri til að glíma við viðfangsefnin. Fáir minntust á að fagleg þekking, til dæmis í þroskasálfræði, væri gagnleg í þessu sambandi. J kennaranámi hér á landi er lögð áhersla á að nemarnir læri að gera hlutina, að kunna til verka á starfsvett- vangi, og líka hvað er rétt að gera (Náms- og kennslukrá, 2003). 28 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.