Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 32
AÐ VERA KENNARI
er átt við að skilningur á fræðilegum orðaforða sem tengist starfi hafi áhrif á faglega
hugsun um starfið (Lauvás og Handal, 2000; Ragnhildur Bjarnadóttir, 1993).
Önnur hlið starfshæfninnar felst í nð vera. Á síðastliðnum áratug hefur birst mikið
af fræðilegu efni þar sem athyglin beinist að persónulegum þroska kennara. Talið er
að þeir þurfi að takast á við spurninguna „Hver er ég sem kennari?" ekki síður en
fræðilegt og hagnýtt efni um kennslu (Hargreaves, 1998; Lauvás og Handal, 2000;
McLean, 1999). Sjálfsmynd kennara og sjálfskilningur er talinn tengjast hæfni þeirra
í starfi. Þessar áherslur hafa ratað inn í námskrár kennaramenntunar; í nokkrum
námskeiðum í Kennaraháskóla íslands er lögð áhersla á að nemarnir vinni með eigin
starfskenningu, t.d. á námskeiðinu Grunnskólinn og kennarastarfið (Náms- og
kennsluskrá, 2003:63). Kennarar eiga ekki bara að geta gert og kunna eða vita, þeir
þurfa líka að geta verið - t.d. umburðarlyndir, samkvæmir sjálfum sér o.s.frv. og líka
verið með öðrum, m.a. í samstarfi. Starfshæfni byggist sem sagt bæði á kunnáttu og
trú á eigin getu sem samræmist vel skilgreiningum á hæfnihugtakinu.
Enn ein hliðin á starfshæfni kennara (sjá mynd 1) er tengd hugtakinu ígrundun. Sú
krafa að kennarar ígrundi starf sitt hefur verið ríkjandi í nokkra áratugi (Schön, 1983).
Ætlast er til að kennarar skoði eigin markmið og starfshætti á gagnrýninn hátt og nýti
sér til þess rannsóknir, fræðilegar kenningar og leiðsögn í starfi. Bæði hefur verið rætt
um ígrundun í starfi og um starfið (Bengtsson, 1993; Schön, 1983). Nemendum í
Kennaraháskóla Islands er ætlað „að temja sér gagnrýna hugsun og efla með sér sjálf-
stæða afstöðu til viðfangsefna sinna" (Náms- og kennsluskrá, 2003:11). Á seinni árum
hefur verið dregið í efa að þetta takmark náist á námsárum kennaranema, þar sem
þeim sé tæplega ljóst hvað það er sem þeir eiga að ígrunda (Jordell, 2003; Korthagen,
2004).
Starfshæfni kennaranema hefur samkvæmt ofangreindu innri og ytri hliðar; hún
getur falist í innri vinnu og þá verið ósýnileg öðrum en líka í athöfnum sem eru sýni-
legar öðrum. Hún byggist annars vegar á persónulegum þáttum og hins vegar fag-
legum. Rétt er að taka fram að ekki er litið svo á að hliðarnar séu andstæður. Þegar
kennaranemar efla faglega hæfni sína getur það haft jákvæð áhrif á persónulegan
styrk þeirra og öfugt. Innri þættir hafa áhrif á ytri þætti og hugsanlega líka öfugt. Til
dæmis getur góður árangur í því sem gert er haft áhrif á sjáfsöryggi kennara, það að
vera.
Athyglin beinist hér að því sem er að gerast innra með kennaranemum í samspili
við umhverfið sem felur í sér ögrun og gerir kröfur til þeirra; þá er átt við væntingar
í kennaranámi, starfsvettvang kennara, íslenskt nútímasamfélag og auk þess fagleg
viðmið sem tengjast kennslu.
Nýmæli rannsóknarinnar felst í því að skoða stafshæfni kennaranema frá heild-
stæðu sjónarhorni og nota til þess hugtakalíkan sem mótað er á fræðilegum grunni
(mynd 1). Líkanið er notað við túlkun niðurstaðna í því skyni að varpa ljósi á þá
starfshæfni sem verðandi grunnskólakennarar glíma við á námsárunum. Kannað er
hvernig það sem nemarnir teija sig geta gert tengist öðrum hliðum starfshæfninnar,
því að vera, að þekkja/vita og að ígrunda.
30
Ji