Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 32

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 32
AÐ VERA KENNARI er átt við að skilningur á fræðilegum orðaforða sem tengist starfi hafi áhrif á faglega hugsun um starfið (Lauvás og Handal, 2000; Ragnhildur Bjarnadóttir, 1993). Önnur hlið starfshæfninnar felst í nð vera. Á síðastliðnum áratug hefur birst mikið af fræðilegu efni þar sem athyglin beinist að persónulegum þroska kennara. Talið er að þeir þurfi að takast á við spurninguna „Hver er ég sem kennari?" ekki síður en fræðilegt og hagnýtt efni um kennslu (Hargreaves, 1998; Lauvás og Handal, 2000; McLean, 1999). Sjálfsmynd kennara og sjálfskilningur er talinn tengjast hæfni þeirra í starfi. Þessar áherslur hafa ratað inn í námskrár kennaramenntunar; í nokkrum námskeiðum í Kennaraháskóla íslands er lögð áhersla á að nemarnir vinni með eigin starfskenningu, t.d. á námskeiðinu Grunnskólinn og kennarastarfið (Náms- og kennsluskrá, 2003:63). Kennarar eiga ekki bara að geta gert og kunna eða vita, þeir þurfa líka að geta verið - t.d. umburðarlyndir, samkvæmir sjálfum sér o.s.frv. og líka verið með öðrum, m.a. í samstarfi. Starfshæfni byggist sem sagt bæði á kunnáttu og trú á eigin getu sem samræmist vel skilgreiningum á hæfnihugtakinu. Enn ein hliðin á starfshæfni kennara (sjá mynd 1) er tengd hugtakinu ígrundun. Sú krafa að kennarar ígrundi starf sitt hefur verið ríkjandi í nokkra áratugi (Schön, 1983). Ætlast er til að kennarar skoði eigin markmið og starfshætti á gagnrýninn hátt og nýti sér til þess rannsóknir, fræðilegar kenningar og leiðsögn í starfi. Bæði hefur verið rætt um ígrundun í starfi og um starfið (Bengtsson, 1993; Schön, 1983). Nemendum í Kennaraháskóla Islands er ætlað „að temja sér gagnrýna hugsun og efla með sér sjálf- stæða afstöðu til viðfangsefna sinna" (Náms- og kennsluskrá, 2003:11). Á seinni árum hefur verið dregið í efa að þetta takmark náist á námsárum kennaranema, þar sem þeim sé tæplega ljóst hvað það er sem þeir eiga að ígrunda (Jordell, 2003; Korthagen, 2004). Starfshæfni kennaranema hefur samkvæmt ofangreindu innri og ytri hliðar; hún getur falist í innri vinnu og þá verið ósýnileg öðrum en líka í athöfnum sem eru sýni- legar öðrum. Hún byggist annars vegar á persónulegum þáttum og hins vegar fag- legum. Rétt er að taka fram að ekki er litið svo á að hliðarnar séu andstæður. Þegar kennaranemar efla faglega hæfni sína getur það haft jákvæð áhrif á persónulegan styrk þeirra og öfugt. Innri þættir hafa áhrif á ytri þætti og hugsanlega líka öfugt. Til dæmis getur góður árangur í því sem gert er haft áhrif á sjáfsöryggi kennara, það að vera. Athyglin beinist hér að því sem er að gerast innra með kennaranemum í samspili við umhverfið sem felur í sér ögrun og gerir kröfur til þeirra; þá er átt við væntingar í kennaranámi, starfsvettvang kennara, íslenskt nútímasamfélag og auk þess fagleg viðmið sem tengjast kennslu. Nýmæli rannsóknarinnar felst í því að skoða stafshæfni kennaranema frá heild- stæðu sjónarhorni og nota til þess hugtakalíkan sem mótað er á fræðilegum grunni (mynd 1). Líkanið er notað við túlkun niðurstaðna í því skyni að varpa ljósi á þá starfshæfni sem verðandi grunnskólakennarar glíma við á námsárunum. Kannað er hvernig það sem nemarnir teija sig geta gert tengist öðrum hliðum starfshæfninnar, því að vera, að þekkja/vita og að ígrunda. 30 Ji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.