Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 33

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 33
AÐFERÐIR RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR Þátttakendur rannsóknarinnar eru kennaranemar sem hófu nám á grunnskólabraut, í staðnámi, við Kennaraháskóla íslands haustið 2001 og ljúka í flestum tilvikum námi vorið 2004. Rannsókn sú sem hér er fjallað um er hluti af stærri rannsókn. Auk þess að kanna starfshæfnihugtakið frá sjónarhóli kennaranema eins og hér er gert, er kannað hvernig viðhorf nemanna til eigin hæfni á afmörkuðum sviðum breytast á námsárunum. Sá hluti rannsóknarinnar stendur enn yfir. Stór hluti árgangsins (á fyrsta ári voru u.þ.b. 120 nemendur í árganginum) tók tvisvar sinnum þátt í nafnlausum könnunum, þ.e. þeir nemar sem mættir voru í þá tíma sem valdir voru til fyrirlagnar. Hluti árgangsins (60%) hefur tvisvar svarað spurningalistum undir nafni. Viðtöl voru tekin við fimm nema í lok annars námsárs en þá höfðu þeir í fyrsta skipti verið í vettvangsnámi þar sem reyndi verulega á hæfni þeirra í kennslu. Við upphaf rannsóknarinnar var auglýst eftir tíu samstarfsaðilum úr árganginum, tveimur úr hverjum bekk. Þeim var ætlað að annast úrvinnslu gagna og vera til stuðnings og ráðgjafar í gegnum allt ferlið. Með þessu var stefnt að því að styrkja innra réttmæti rannsóknarinnar og að rannsóknin hefði menntunarlegt gildi fyrir þessa nema. Átta nemar hafa tekið virkan þátt í starfinu og hafa fundir verið haldnir að jafnaði mánaðarlega. Samstarfið hefur tekist afar vel; auk þess að annast úrvinnslu gagna hafa samstarfsaðilar átt þátt að skipuleggja einstaka þætti rannsóknarinnar og hafa komið með margar góðar ábendingar um innihald og framsetningu spurninga- lista. Einnig hafa þeir rætt niðurstöður og gefið skýringar þegar þess hefur verið þörf. Til að leita skilnings á þeirri hæfni sem kennaranemar glíma við á námsárunum var stuðst við eftirfarandi gögn: • Nafnlausar kannanir: - Svör við spurningunni: Hvaða viðfangsefni kennarastarfsins finnst þér sérlega erfitt eða kvíðavænlegt? í lok fyrsta námsárs svöruðu 100 nemar úr árgang- inum þessari spurningu og eftir tveggja ára nám svöruðu 70 nemar sömu spurningu, eða þeir sem voru mættir í þær kennslustundir sem valdar voru til fyrirlagnar í hvort skipti. 1 seinna skiptið hafði nemendum fækkað nokkuð í árgangnum; margir voru skiptinemar erlendis eða voru í fjar- námi. - Svör við spurningu sem bætt var við í síðari fyrirlögn (eftir tveggja ára nám): Hvað hefur breyst í viðhorfum þínum til erfiðra viðfangsefna? • Viðtöl við þrjá kennaranema. 1 lok annars námsárs voru tekin viðtöl við fimm nema með ólíkan bakgrunn og á mismunandi kjörsviðum, þar sem áhersla var lögð á að athuga nánar hvað þeim fannst erfitt, hvar þeir töldu styrk sinn liggja og hvað væri að breytast að þeirra mati. í niðurstöðukafla verður vitnað í þrjú af þessum viðtölum, en þau voru val- in út frá því viðmiði að sýna sem ólíkust sjónarhorn. Svörin sem fengust í könnunum tveimur voru þemagreind en þau voru flokkuð í þeim tilgangi að gefa sem besta mynd af því hvers konar viðfangsefni þóttu erfið. í L 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.