Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 33
AÐFERÐIR
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR
Þátttakendur rannsóknarinnar eru kennaranemar sem hófu nám á grunnskólabraut,
í staðnámi, við Kennaraháskóla íslands haustið 2001 og ljúka í flestum tilvikum námi
vorið 2004. Rannsókn sú sem hér er fjallað um er hluti af stærri rannsókn. Auk þess
að kanna starfshæfnihugtakið frá sjónarhóli kennaranema eins og hér er gert, er
kannað hvernig viðhorf nemanna til eigin hæfni á afmörkuðum sviðum breytast á
námsárunum. Sá hluti rannsóknarinnar stendur enn yfir.
Stór hluti árgangsins (á fyrsta ári voru u.þ.b. 120 nemendur í árganginum) tók
tvisvar sinnum þátt í nafnlausum könnunum, þ.e. þeir nemar sem mættir voru í þá
tíma sem valdir voru til fyrirlagnar. Hluti árgangsins (60%) hefur tvisvar svarað
spurningalistum undir nafni. Viðtöl voru tekin við fimm nema í lok annars námsárs
en þá höfðu þeir í fyrsta skipti verið í vettvangsnámi þar sem reyndi verulega á hæfni
þeirra í kennslu.
Við upphaf rannsóknarinnar var auglýst eftir tíu samstarfsaðilum úr árganginum,
tveimur úr hverjum bekk. Þeim var ætlað að annast úrvinnslu gagna og vera til
stuðnings og ráðgjafar í gegnum allt ferlið. Með þessu var stefnt að því að styrkja
innra réttmæti rannsóknarinnar og að rannsóknin hefði menntunarlegt gildi fyrir
þessa nema. Átta nemar hafa tekið virkan þátt í starfinu og hafa fundir verið haldnir
að jafnaði mánaðarlega. Samstarfið hefur tekist afar vel; auk þess að annast úrvinnslu
gagna hafa samstarfsaðilar átt þátt að skipuleggja einstaka þætti rannsóknarinnar og
hafa komið með margar góðar ábendingar um innihald og framsetningu spurninga-
lista. Einnig hafa þeir rætt niðurstöður og gefið skýringar þegar þess hefur verið þörf.
Til að leita skilnings á þeirri hæfni sem kennaranemar glíma við á námsárunum
var stuðst við eftirfarandi gögn:
• Nafnlausar kannanir:
- Svör við spurningunni: Hvaða viðfangsefni kennarastarfsins finnst þér sérlega
erfitt eða kvíðavænlegt? í lok fyrsta námsárs svöruðu 100 nemar úr árgang-
inum þessari spurningu og eftir tveggja ára nám svöruðu 70 nemar sömu
spurningu, eða þeir sem voru mættir í þær kennslustundir sem valdar
voru til fyrirlagnar í hvort skipti. 1 seinna skiptið hafði nemendum fækkað
nokkuð í árgangnum; margir voru skiptinemar erlendis eða voru í fjar-
námi.
- Svör við spurningu sem bætt var við í síðari fyrirlögn (eftir tveggja ára
nám): Hvað hefur breyst í viðhorfum þínum til erfiðra viðfangsefna?
• Viðtöl við þrjá kennaranema.
1 lok annars námsárs voru tekin viðtöl við fimm nema með ólíkan bakgrunn og á
mismunandi kjörsviðum, þar sem áhersla var lögð á að athuga nánar hvað þeim
fannst erfitt, hvar þeir töldu styrk sinn liggja og hvað væri að breytast að þeirra
mati. í niðurstöðukafla verður vitnað í þrjú af þessum viðtölum, en þau voru val-
in út frá því viðmiði að sýna sem ólíkust sjónarhorn.
Svörin sem fengust í könnunum tveimur voru þemagreind en þau voru flokkuð í
þeim tilgangi að gefa sem besta mynd af því hvers konar viðfangsefni þóttu erfið. í
L
31