Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 99
HANNA RAGNARSDÓTTIR
sínu, vegna minnihlutastöðu sinnar. Þótt hún sé fædd þar og tali ríkismálið, sé hún
ekki fullgildur þegn. Natöshu líkar vel að búa á íslandi. Hún kom hingað fyrst sem
ferðamaður, en hefur m.a. starfað við afgreiðslustörf í fyrirtæki vina sinna og hyggst
búa á Islandi í a.m.k. fimm ár, kannski til frambúðar. Hana langar þó að starfa við sitt
sérsvfð í framtíðinni, en Natasha hefur lokið sérnámi auk skyldunáms. Natasha talar
ágæta ensku, sem er hennar þriðja tungumál. Natasha segir Leru hafa farið verulega
aftur í móðurmáli sínu síðan hún flutti til íslands og nú vilji hún helst tala íslensku
heima. Natasha segist vera ströng við hana varðandi þetta og segist setja henni reglur
um að á heimilinu sé aðeins talað móðurmál þeirra. Natasha hefur í hyggju að sækja
móðurmálskennslu með Leru í Reykjavík. Einnig hefur hún í hyggju að senda Leru
til upprunalandsins þrjá mánuði á hverju sumri til að viðhalda móðurmálinu. Að
sögn Natöshu er lítill menningarmunur eða munur á siðum og venjum á íslandi og í
upprunalandi hennar. Natasha hefur samband við annað fólk af sama uppruna á
Islandi, einkum fólk sem hún kynntist þegar hún sótti íslenskunámskeið, og segist
eiga mest sameiginlegt með þessu fólki. Natasha á ekki marga íslenska vini.
Lera er í leikskóla allan daginn. Henni gengur mjög vel þar, að sögn Natöshu, og
kom það henni mjög á óvart hversu fljót Lera var að aðlagast og læra íslensku. Hún
segir erfitt tímabil hafa verið hjá þeim mæðgum fyrstu mánuðina eftir að Lera kom
þar sem þær hafi verið svo lengi aðskildar. Natasha segist sjá sjálf að Lera sé ánægð
í leikskólanum. Hún segist hafa verið dálítið kvíðin þar sem hún hafi heyrt að
sumum börnum af sama uppruna hafi gengið illa í skólum á íslandi og orðið fyrir
aðkasti, svo og fullorðið erlent fólk. Hún segist þó vera rólegri núna, þar sem Leru
gangi svo vel að læra íslensku að hún verði eins og Islendingur þegar hún byrji í
grunnskóia. Natasha segist vera fullkomlega ánægð með starfið í leikskólanum og
henni finnst börnin vera frjáls og glöð. Þó séu skýrar reglur í leikskólanum. Natasha
segist hafa andúð á hvers konar mismunun og því sé hún ánægð með að tekið sé til-
lit til ólíkra tungumála og menningar og það sé sýnilegt í leikskólanum. En hún telur
ekki þörf á að kynna menningu þeirra Leru sérstaklega þar, enda sé ekkert sérstakt
við menningu þeirra og Lera fari ekki á mis við neitt. Natasha segir að gott sé að Lera
taki þátt í öllu leikskólastarfinu. Hún megi gjarnan fara í kirkju með börnunum, því
„kirkja sé kirkja og guð sé aðeins einn" og „það skipti ekki máli hvaða trúarbrögð
fólk aðhyllist" (Viðmælandi: Natasha).
Að sögn leikskólastjórans í leikskóln B, Nönnu, hefur Leru gengið mjög vel í leik-
skólanum. Nanna segir að hún sé félagslega sterk og henni gangi vel í samskiptum
við hin börnin. Hún sé einnig mjög ákveðin. Nanna segir enn fremur að Leru hafi
gengið nokkuð vel að læra íslensku. Hún segir samskiptin við móður Leru hafa verið
ágæt en ekki mikil. Undanfarið finnst Nönnu þó að Lera hafi mætt frekar óreglulega
í leikskólann og finnst miður að leikskólanum sé ekki tilkynnt um forföll. Henni er
ekki kunnugt um ástæður þessa og hefur ekki spurt móðurina um þær (Viðmælandi:
Nanna).
Leikskóli B hefur mótað stefnu í málefnum barna af erlendum uppruna og er hún
uimin út frá stefnu Leikskóla Reykjavíkur í málefnum útlendinga. Stefna leikskólans
skiptist í þrjá þætti, ásamt hugmyndum um framkvæmd: Samstarf við foreldra,
íslenskukennslu í leikskólanum og virkt tvítyngi barna af erlendum uppruna. Talað
97