Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 6
172 O. Irminger:
fyrir það hvað hann var kappsamur við það, sem
hann átti að gjöra, að hann tók sér hann í sonar
stað, og þannig atvikaðist það, að hann fékk Stan-
leys nafnið, sem síðan er orðið svo frægt fyrir landa-
kannanir hans í Afríku. Hérumbil um sama leytið
sem borgarastríðið mikla hófst á milli Bandaríkj-
anna x Norðurameríku, dó nú þessi verndarmaður
hans snögglega og hafði ekki gjört neina eignaskip-
un; réð því Henry Morton Stanley, er þá hafði
einn um tvítugt, það af, að gjörast hermaður í iiði
Suðurríkjanna; hann var í mörgum orustum, en
árið 1862 var hann handtekinn; en honum tókst
að strjúka úr varðhaldinu; sendu þó þeir er áttu
að gæta hans, óspart kúlur á eptir honum; liefir
hann seinna meir svo sagt frá í gamni, að það sem
þá hefði orðið sér til lífs, hefði verið það, að hann
var svo horaður, að ekki var hægt að hæfa hann.
Nix varð hann um stund að hafast við sem stroku-
maður, og var það ekkert sældarlíf, þar sem hann
mátti óttast að hann kynni að þekkjast aptur, og
til þess að losa sig úr öllum vanda, réðst hann
öndverðlega á árinu 1863 í þjónustu á einu af her-
skipum norðurfylkjanna, og átti hann eptir stutta
stund því láni að fagna, að verða skrifari skipstjór-
ans; og þetta var ekki eina lánið hans; hann varð
skrifari hjá flotaforingja, og var loks gerður að liðs-
foringja fyrir hugrekki þá, er hann sýndi í sjóor-
ustu einni. Skömmu eptir að friður komst, á sagði
hann sig úr herþjónustunni og fór að gefa sig við
blaðamennsku.
Stanley gjörðist fréttaritari fyril 2 ameríkönsk
stórblöð, og til þess að geta skrifað fréttir um styrj-