Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 91
Köngurlærnar.
257
lóin tvinnar saman með fótunum, og koma þá á-
minnztir kambar að góðum notum.
Mönnum hefir opt komið til hugar, að nota
köngurlóna á líkan hátt og silkiorminn. Arið
1?10 reyndi Bon nókkur í Montpellier, að safna
og nota silki það, er hinar smávöxnu köngurlær í
vorri álfu búa til; honum heppnaðist og, að búa
til úr því sokka og vetlinga; voru þeir síðan send-
ir vísiudafjelaginu í París, en Eéaumur, sem átti
að semja álitið um það, sagði, að vísindafjelagið
hefði haft ánægju af að sjá þessa hluti, og hrósaði
Bon fyrir nákvæmni lians, en sagði jafnframt, að
fjelagið hjeldi, að ekki yrði mikið grætt á þessari
uppgötvun. Hann nefndi rnargt þessu til sönnun-
ar, meðal annars það, að ekki þyrfti minna en
663,552 köngurlær til að búa til eitt pund af silki.
— Upp frá þessum tíma hafa ýmsar tilraunir gerð-
ar verið í söinu átt, án þess að árangurinn yrði
meiri.
Skapnaður köngurlónna að innan er enn undr-
unarverðari; en hjer ínundi of langt mál, að lýsa
honum út í æsar, t. a. m. hinu fullkomna tauga-
kerfi, maganum o. s. frv.
lvöngurlóin andar með nokkurs kouar lungum,
sem þó eru mjög ólík lungum mannsins. Hugsum
oss fjarska-litla poka úr þunnri himnu; innan í
pokum þessum eru aptur flatar blöðrur, hver ofan
á annari, eins og blöð í bók; blóðið rennur inn á
ffiilli hinna örþunnu blaðra, en loptið leggur inn í
þær um smáar rifur neðan á maganum. Hjartað
Iðumi. VII.
17