Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 75
Henry Morton Stauley.
241
við sig konia leiðangur þann, seni ráðinn var til
liðs við Stanley, en var þó máli þessu á ýmsan
hátt hlynnt.
það var ekki annað en það, sem við mátti bú-
ast, að öllum þótti einsætt að leggja að Stanley,
hinum frægsta allra þeirra Afríkufara, er nú lifa,
til þess að fá hann til að bindast fyrir leiðangri
þeim, sem ráðinn var. Hann var þá í Ameríku;
en daginn eptir að hann fékk vírskeytið um, að
menn óskuðu liðsinnis hans, var hann kominn á
leið til Bvrópu. I Lundúnaborg var þegar tekið
til að búa til ‘■leiðangurs þessa, og óspart til fengið.
Liði því, er Stanley átti fyrir að bindast, var ekki
það eitt ætlað, að fara hina löngu leið til Wade-
lai, sem eru aðalstöðvar Emins pasja upp með
Níl; því var einnig ætlað að koma til hans vopn-
um, skotföngum og öðrum uauðsynjum, sem hann
hafði vantað í mörg ár, og varð því leiðangur
þessi að vera mjög stórkostlegt fyrirtæki. Stanley
fór á fund Belgakonungs, og liét konungur því, að
greiða fyrir leiðangrinum með því að ljá Stanley
svo sem hann þyrfti gufuskip Kongóríkisins
á Kongóánni, og við það fór Stanley til
Egiptalands. þeir menn, er kunnugir voru því,
hvernig til hagaði, voru ekki á eitt sáttir um það,
hverja leið tiltækilegast mundi að fara með leið-
angursliðið; sumir lögðu það til, að taka sig upp
•einhversstaðar af Sansibarströndinni, og fara um
þvera Austurafríku inn í Súdan; en Stanley hélt
því fram, að fara upp með Kongó. Hann kvað
það hægðarleik, að koma öllu liðinu lengst upp
Iðunn. VII. 16