Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 77
Henry Morton Stanley.
243
er reyndur maður, að eiga nokkuð undir drengskap
hins slægvitra Araba.
J lok febrúarniánaðar 1887 lót Stanley út frá
Sansibar með allt lið sitt; voru í því alls 8 bvítir
menn; þar var Tippu-Tib með kvennabð sitt og
mikla sveit manna; í liði Stanleys voru 60 egipzlo
ir hermenn frá Súdan, og yfir 600 menn frá Sansi-
bar; alls var þetta nær 800 manna. I miðjum marz-
mánuði kom leiðangursliðið að Kongóósum, og fór
svo þaðan af stað, fyrst upp eptir ánni spölkorn
meðan hún er skipgeng, síðan yfir liið torfæra land
upp fyrir neðri fossana, og komst eptir ýmsar
þrautir í lok aprílmánaðar upp að Leópoldville, og
1. maí gat svo Stanley lialdið með allt lið sitt á-
fram ferðinni á mörgum gufuskipum uþp eptir
hinum langa skipgenga kafla Kongóárinnar.
Stanley fór upp eptir þverá þeirri, er rennur
austan í Kongó og Arúwimi lieitir, og komst hann
með þann hluta liðs síns, er á undan var, upp að
Jambúgafossunum 19. ji'mí; þessir fossár eru eitt-
hvað um 20 mílur frá ármótunum, og þar víggirti
Stanley herbúðir, og setur þar til gæzlu mann
þann, er Barttelot hót, majór í enska hernum, og
átti hann að bíða þar, en koma svo á eptir
Stanley, þegar Tippu-Tib, sem fór austur að
eystri fossum (Stanley-fossum), væri búinn að
dra'ga saman nógu mikið lið burðarmanna til
þess að fiytja öll föng þau,, er færa átti Bmin
pasja.
Undir lok júnímánaðar 1887 tók Stanley sig upp
frá Jambúga með 4 hvítum mönnum og hálfu
16*
1
)U