Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 116
282 Yfirlit yfir sögu Astralíu.
hæsti tindur þeirra. þar eptir fann hann stórt
stöðuvatn, Lake Amadeus, í íniðju landi, er þá var
þurt. Varð hann þá að snúa aptur af vistaskorti.
Eeyndi síðan aptur 1864, en það fór á sömu leið,
og eins fór fyrir John Eoss skömmu síðar. En ár-
ið 1875 komst Giles vestur yfir landið áenda.num,
hafði lagt af stað í maímánuði, og komst vestur
að Porth á vesturströndinni 18. nóv. s. á.; en
Hume, er fór að leita Leichhardts, týndist á leið-
inni.
Flestir þessara ferðamanna hafa orðið að þola
voðalegar maunraunir inni í meginlandinu: sífelld-
an vatnsskort, óþolandi hita, allt að 55° C., svo
þeir hafa orðið að grafa sjer holur niður í jörðina,
til þess að geta haldizt við; enn fremur lítt færra
kjarrskóga, sölt vötn, sandrok o. il. Sturt rnissti
loks sjónina af sólarbirtunni, og margir hafa látið
þar lífið; en þeir hafa líka greitt þjóðinenningunni
nýjar leiðir, með því að opna henni þetta víðáttn-
mikla méginland;
Landnámið og nýbyggjendurnir.
Hinn 26. jau. 1788 lenti Arthur Phillip sveitar-
foringi i Sydney með fyrsta sakamannafarminn og
helgaði Englandi þetta mikla meginland. Litlu
síðar kom þangað frægur frakkneskur sæfari, La
Pérouse að nafni, sendur umhverfis jörðina á tveim
skipum af Frakkastjórn, en fórst síðar á ferðinni.
Hefði hann komið til Sydney á undan Englend-
ingum, er ekki ólíklegt, að bygging landsins hefði
fengið á sig annað snið. Drottnunarandi hinnar
brezku þjóðar fjekk nú nýtt tækifæri til að láta til