Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 70
236
O. Irminger:
eins og eitthvert villidýr, og mátti þá ekki um
aunað liugsa, en að foróa lífi sínu; en nú er hann
fyrirliði liðs, sem vel er að öllurn föngum
búið —hann hafði rneira að segja með dálitla fall-
byssu eptir Krúpp— og gat nú eugi bannað hon-
um að skoðast um, svo sem hann lysti. Og var
það, eins og nærri má geta, ekki neitt smáræði,
sem gufubátarnir hans gerðu honum hægra fyrir
með það. A þessari ferð sinni kom Stanley á fót
nýbýlastöðvum upp með öllum skipgenga kafla ár-
innar milli eystri og vestri fossanna, sem er hér
um bil 200 mílna langur, og fyrir það hans ferða-
lag þekkjum vér nú miklu betur til árinnar og
landsins. Á henni fann ’nann margar stórar þver-
ár; hann sigldi langar leiðir upp eptir tveimur
þeirra, og rneð því að stofna nýbýlin hlaut hann
að komast í kynni við þarlenda menn, svo
að hann hefir getað sagt oss margt fróðlegt um
þá.
Enginn má ímynda sér, að þessar stöðvar, er
hann setti á stofn, eða nýbýli séu neinar stórkost-
legar stofnanir. Eins og á stóð fyrir honurn, gátu
ekki til þess verið nein tök. Á hverjum stöðvum
var skilinn eptir einn livítur rnaður, hvergi voru
hvítu mennirnir fleiri en tveir, og undir sér höfðu
þeir nokkra menn frá Sansibar, og urðu þeir að
sætta sig við það, þótt þeir eigi gætu lifað við
neinn ríkmannlegan aðbúnað; en að einu leyti voru
þeir vel út búnir: Stanley bjó þá vel að vopnum,
og svo höfðu þeir ýms föng frá Evrópu, er gerðu
þá að stórauðugum mönnum í augum þarlendra
manna. þ>essum hvítu mönnum var nú ætlað að