Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 43
Henry Morton Stanley.
209
f>ó varð hann að hverfa af því ráði, með þvf að
svertingjakonungur einn ríkur, er Ewoma hét, gerði
honum svofellda orðsendingu: iBwoma sendir
hvíta manninum kveðju sína, en hann þarfnast
hvorki fyrir dúkana, glertölurnar eða málmvírinn
hvíta mannsins, og hvíti maðurinn má ekki fara
í gegnum land hans. Rwoma vill hvorki sjá hann
né neinn annan hvítan mann með langt rautt hár
niður á herðar, hvítt andlit og rauð augu. Rwo-
ma er ekki hræddur við hvíta manninn, en ef
hvíti maðurinn kemur í nánd við land hans, þá
hlýtur hann að berjast«. í gegnum land þessa
höfðingja þurfti Stanley að fara, ef hann átti að
komast landveg norður, en á það vildi hann ekki
hætta.
Eptir langa mæðu tókst Stanley loksins að kaupa
báta hjá svertingjakonungi einum, er bjó á eyju
þar skammt undan; fór þá Stanley af stað sjóleið-
is með allt sitt, en opt komust menn hans í mesta
lífsháska, því bátarnir flestir voru drekkhlaðnir;
varð þá opt að taka til Lady Alice, til þess að
bjarga þeitn, sem nauðulegast voru staddir. L
miðjum ágúst komst Stanley og lið hans til Ú-
ganda.
Eptir að þeir Stanley skildu síðast, hafði Mtesa
komizt í ófrið við nágrannakonung sinn; og lá
hann nii í herbúðum niðri við vatn; þar hafði hann
dregið að sér flota sinn, það voru 230 lejðangurs-
bátar, og ógrynni liðs; þar voru samau komnar
hér um bil 250 þúsundir manna, hermenn, þrælar
og konur; þar á meðal voru 500 konur Mtesa kon-
Iðunn. VII. 14