Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 13
179
flenry Morton Stanlev.
en mönnum nokkurn tíma er nii á því að fá fréttir
af Stanley, og er þá mikið mælt; en að útvega sann-
ar fréttir um annað eins er enginn hægðarleikur
fyrir neinn mann, hvað mikill ferðagarpur og full-
hugi sem hann er. LandsKættir allir í Af-
ríku eru svo, að ferðalög þar eru afar-torveld, o^
árið 1871 voru erviðleikarnir allir meiri en þeir eru
orðnir nú orðið. Frá eyjunni Sansibar, sem Stan-
lej var kominn til, hafa margir Afrlkufarar lagt
upp í landakannanir sínar. Yfir eyjunni ræður sold-
án Arabakyns, og þóttist hann þangað til nú fyrir
rúmum tveimur árum, hafa ráð yfir löndum þeim, er
liggja á ströndinni gegnt eyjunni. Ríki hans, þegar
upp á meginland Afríku kom, hefir samt ávallt verið
nær einverðungu að nafninu til, hvað lítið sem frá
sjó hefir dregið; en Arabar hafa stofnað nýlendur
langt uppi í landi, og hefir nýlendulið það að öllum
jafnaði talið Sansibarsoldáninn yfirmann sinn. En
nú er sú breyting á orðin, að Sansibarsoldáninn á
ekki ráð á nema örmjórri ræmu á austurströnd Af-
ríku, tveggja mílna breiðri, og hafa þó Evrópu-ríkin
áskilið sér þar ýms mikilsvarðandi réttindi; en um lok
ársins 1886 lýstu Englendingar og þjóðverjar því
yfir, að þeir fyrir eigin hagsmuna sakir ekki gæti látið
afskiptalaust, hvernig að færi um hið mikla landflæm
milli strandarinnar og stóru stöðuvatnanna vestur á
meginlandi Afríku, í samningi er þeir gerðu við sold-
áninn, er hlaut að sætta sig við allt það, sem þessi
stórveldi vildu vera láta. Frá Afríkuströudinni
gagnvart Sansibar liggja ýmsar leiðir vestur á meg-
inland Afríku, sem einkum eru farnar af arabiskum
12*