Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 107
273
Yfirlit yfir sögu Ástralíu.
náttúrlegt væri, þó einhverjum dytti í hug að
spyrja, hvort það hafi verið menntun og menning,
sein á þann hátt liafi fyrst verið að gera vart við sig.
Uþpgötvun landsins.
Astralíu hafa Bvrópumenn haft kynni af síðast
af öllum meginlöndum, enda eru orsakir þess auð-
sæar. Astralía liggur hinum megin á hnettinum,
og of sunnarlega til þess, að hún gæti verið á
vegi sæfara þeirra, sem lengst fóru. A landafunda-
tímabilinu var Indland það mark og mið, sem all-
ir kepptu að komast til, og hvort sem farið var
fyrir Góðrarvonarhöfða eða gegnum Magelhaens-
sund, lá leiðin langt fyrir norðan Ástralíu. Auk
þess er svo að sjá, sem siglingamenn hafi gætt
þess, að halda svo norðarlega, sem auðið
væri.
það getur þó ekki verið, að mjög langur tím
hafi liðið frá því, að Portúgallar tóku sjer bólfestu
á Indlandseyjum, og þangað til vart hafi orðið við
Astralíu. En ekki er hægt að segja með vissu,
hverir fyrstir hafi fundið meginland hennar, þó ó-
trúlegt sje. A sutnum gömlum landabrjefum frá
því fyrir 1545 má sjá stórt land fyrir sunnan eyna
Java, sem kallað er «Stóra-Java», með kórallarifum
umhverfis, og á því sjást nes og firðir, ár og ýms
nöfn. Reyndar er ekki hægt að segja með vissu,
að hve miklu leyti landabrjef þessi eru tilbúin
eptir sjón, eða að hve miklu leyti eptir þeirri
gömlu hugmynd, að á suðurhveli jarðar hlyti að
vera stórt land til að halda jafnvægi móti löndun-
Iðunn. VII. 18