Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 55
Henry Morton Stanley.
221
íyllt upp eina hvítu skelluna á Afríku-uppdráttun-
um með einhverju hinu vatnsmesta árreunsli á
jörðinni. 1 afarmiklum sveig, er náði hér um bil
30 mílur norður fyrir jafndægrahring, rann nú
Kongóáin —því eptir henni leið nú Stanley með
lið Bitt— vestur á bóginn, og runnu á báðar hend-
'ur stórar þverár í hana; og víða var hún svo breið,
að ekki sást þvert yfir hana bakka á milli. Opt
var fjörlegt á ánni, allt á ferð og flugi; fjöldi af
bátum þusti út frá hinum þéttbýlu árbökkum;
þar sem aldrei hafði áður sézt hvítur maður, eða
jafn mikil undrasjón og Lady Alice. En þótt
þetta ferðalag eptir ánni allopt væri skemmtilegt
fyrir Stanley og förunauta hans, þá var þó hitt
litlu sjaldnar, að það varð þeim að mestu þraut,
fyrir fjandskap þarlendra manna.
Að kveldinu settist Stanley með lið sitt opt að
á hólmum í ánni, til þess að geta verið óáreittur
af villimönnum; en þá ætluðu skorkvikindi og önn-
ur illyrmi að eta þá upp. A þessum hólmum var
nóg af fuglum til að skjóta, en skotin gátu hóað
að þarlendum mönnum, og um það segir Stanley
svo frá: «Oss sárlangaði í kjöt, en margramanna
líf, míns liðs, sjálfs mín og þarlendra manna, lá
við því, að eg léti í friði fugla himins». Við og
við tókst Stanley að eiga- vinsamleg skipti við
landsbúa, og kaupa af þeim vistir; en hitt var
miklu tíðara: «Vér vorum eltir eins og villidýr*,
segir Stanley, «og skoðaðir sem kjöt, kjöt,
kjöt».
I febrúarmánuði var Stanley og hans menn bún-
ir að berjast 28 sinnum á ánni; en þá lagði að