Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 9
175
Henry Morton Stanley.
ætlið þér mér að taka mér ferð á henctur inn í
miðja Afríku?»
«Já, mér er það fast í hug að þér fariö og finn-
ið hann, hvar svo sem þér heyrið að hann sé
staddur; hver veit líka nema blessaður karlinn só
hjálparþurfi — svo að þér verðið að búa yður svo
vel út, að þér getið hjálpað jhonum, ef hann er
hjálparþurfi. |>að er sjálfsagt, að þér þurfið ekki
að horfa neitt í kostnaðinn; en finnið þér há’nn
Livingstone».
Eg varð hissa á því, hvað herra Bennett gat
verið rólegur, rétt eins og ekkert væri um að vera,
þegar hann var að skipa mér að fara til Afríku til
þess að leita þar að manni, sem eg og þvínœr allir
menn hugðu dáinn og dottinn úr sögunni. Eg spurði
samt: «Hafið þér íhugað svo sem skyldi hiun mikla
kostnað, sem að öllum líkindum mundi verða
samfara þessu ferðalagi?»
Hann spurði mig aptur , stuttlega: «Nú, hvað
ætlið þér að kostnaðurinn kynni að verða?»
«Eerð þeirra Burtons og Speke’s inn í Mið-
Afríku kostaði eitthvað á milli þriggja og fimm
þúsunda punda, og eg get ekki ímyndað mér, að
hægt verði að fara þessa ferð fyrir minna en 2500
pund sterlingi).
«|>að er nú svo; eu nú skal eg segja yður,
hvernig þér eigið að fara að; takið þér nú sam-
stundis við 1000 pundum, ogþegar þau eru gengin
upp, þá skuluð þér fá önnurþúsund pund, og þeg-
ar þau eru eydd, þá enn eitt þúsund, og svona
skuluð þér láta það ganga; en finnið þér hann Li-
vingstone».