Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 133
Norðurheimsskautið.
299
bvo sunnarlega á lopti, að þær sjást þar aldrei, og
eins er með Siríus, er sutnir kalla Litabregðu eða
Lokabrennu, skærustu stjörnu, er sjest hjer á landi,
og allar aðrar stjörnur á suðurhelmingi himins.
Engar fastastjörnur, setn þar eru sýnilegar, koma
þar upp eða ganga undir, en aptur á rnóti sólin,
tunglið, plánetur og halastjörnur ; en einkennilegt
er, að þau geta komið upp í öllutn átturn, hækka
þar á lopti í skrúfuhring og lækka svo aptur, þar
til þauhverfa sjón eptir víst tímabil, t.d. frá hálfutn
eða heilum mánuði upp að missiri.
Urþví 10. janúar líður, fer að votta fyrir ljótna
af degi, og svo er stnátt og smátt að birta, þar til
orðið er ljóst í febrúarmánaðarlok, og 21. tnarz
kemur sólin upp ; vatnar hún fyrst í hring ineð
hafinu nokkra sólarhringa og smáhækkar svo á lopti.
Eeyndar getur viljað til, að sólin sjáist fyr eu hinri
ákveðna dag, en það er þá að eins geislabrot sól-
arinnar, en ekki hún sjálf. Hinn 21. dag júnhnán-
aðar er sólin koinin svo hátt á lopt, sem hún get-
ur komizt, 23^°, eða jafnhátt og nyrzt hér á landi
jafndægradagana.
Alstaðar á jörðunni nema í sjálfum heimsskaut-
unum eru tveir deplar á hitnni, þar sem öll him-
intunglin eru hæst og lægst á lopti. þ>ar sem þau
eru liæst, köllum vjer hádegisstað, en þar sem þau
eru lægst, gætum vjer nefnt rniðnæturmark, því sólin
er þar beint niður undan um miðnæturskeið. I
lieimsskautunum er aptur á móti ekki hægt að á-
kveða þessa depla, því sólin hækkar og lækkar
hringiun í kring í öllum áttum.