Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 36
202
0. Irrr.inger:
veikir af liði hans, og um sama leyti varð hann
þess áskynja, að 50 manna hafði tekið sig saman
um það, að strjúka burt með bagga sína. þetta
voru, skjótt að segja, vandræðadagar, enda segir
Stanley svo frú þeim: «Bg gæti skrifað stóra bók,
ef eg ætti að segja frá öllum óuotunum, sem eg
átti í á hverjum degi». Og þetta var í upphafi
ferðalagsins.
Síðan stefndi Stanley meira til norðurs, til þess
að komast upp að stöðuvatninu, og átti hann nú
að fara um byggðir, þar sem livítir menn höfðu
aldrei áður sézt. Leiðsögumenn þeir, er fengust,
rötuðu ekki, og ferðin gekk tregt, því færðin var
ill, þar sem leiðin lá um þétta kjarrviðu: fötin
tættust utan af mönnum, stórar sveitir af liði
Stanleys villtust; þeir voru að rekja sig eptir
brautum þeim, er fílar höfðu gert í þessurn óbygð-
Um; einkum var Stanley minnisstæður 10. janúar
1875 sem sannur hörmungardagur. Tvo dagana á
undan hafði ekki verið hægt að afla neinna vista-
fanga, og ekkert hafði veiðzt, það er um munaði;
þá fundu burðarmennirnir í skógarkjörrum nokkr-
um hálfúldinn fílsskrokk, og hvomuðu þeir hann í
sig, eins og þeir væru hýenur, en margir veiktust
©ptir þessa viðbjóðslegu máltíð. þá var sendur út
lítill flokkur þeirra, er vaskastir voru, til þess að
þeir reyndu að komast til mannabyggða, og að
kvöldi þessa sama dags varð Stanley að elda graut
úr 10 pundum af haframjöli og 4 dósum af reva-
lenta arabica handa sínu hungurmorða liði. Til
allrar hamingju komu menn þeir, er sendir voru
út til vistafanga, aptur um nóttina, og höfðu þá