Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 112
Yfirlit yfir siigu Ástralíu.
‘278
það einkum þeir Evans, Oxley, Cunningham,
Mitchell og Sturt.
I byrjun þessarar ahlar hafði Evans, enskur
maður, fundið rnargar áf Am þeim, er renna í
fljótið Murray, þótt hann fyndi ekki aðal-ána.
Varð honum mikið ágengt, og árið 1817 fetaði
Oxley í fótspor hans, og komst allt að þveránum
Castlereagh og Darling.
Arið 1829 tókst herforingi sá, er Sturt hjet, á
hendur nýja rannsóknarferð, og með honum þeir
Humes og Howell. Fundu þeir á ferðum sínum
hið mikla fljót Darling, sem með þverám sínum
hefir stærst vatnasvið af öllum ám í Astralíu.
A árunum 1831—1836 fóru þeir Thomas Mit-
chell og Allan Cunningham þrjár rannsóknarferðir
hverja af annari um suð-austurhluta landsins.
Fundu þeir þar land mjög ólíkt hinu sendna strand-
lendi, grassljettur miklar, frjóvar rnjög, með ám
og lækjum, fjallgarða og frumskóga þykkva, og
leizt þeim svo vel á land þetta, að þeir kölluðu
það ((Astralíu hina farsælu» (Australia felix).
Fám árum síðar hóf George Grey nýja ferð inn
í meginlandið frá norð-vestri, og lagði upp frá
Hannover-Bay. Fann hann skóga mikla, vaxna
araukariu-trjám, einu af hinum beztu barrviðar-
trjám, er vex á öllum Astralíueyjum, og þar að
auki ýmsar aðrar merkilegar trjátegundir. Síðar
hefir þekking manna á jurtalífi landsins aukizt
mjög, og er talið, að þar vaxi 12,550 viðar- og
jurtategundir.
Grey hafði mætt miklum örðugleikum á ferð
sinni, og orðið að ferðast ytír stórar vatnslausar