Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 136
30í? Hjálmar Sigurðarson: Norðurheimsskautið.
heimsskautalöndunum, og er því ekki ómögulegt,
að sumar þeirra eða einhverjar aðrar kunni að
finnast á yzta norðurenda jarðarinnar. Steingjörð
dýr og plöntur má aptur vænta að finna þar frá fyrri
jarðöldum, þegar hiti jarðarinnar var jafnari en nu
á sjer stað.
En mun þá nokkru sinni takast að komast til
norðurheimsskautsins, og hvað mundi vinnast við að
komast þangað ?
Fyrri spurningunni verður sagan að svara á sín-
um tíma; en eptir því sem framfarir manukynsins
hafa verið á síðustu árum í öllum greinum, er ekki
annað líklegra, en að áður langt um líður verði
fundið upp ráð til að komast yfir ísbreiður þær, sem
liggja í norðurhöfum, og liggur þá næst að hugsa
sjer, að loptförin verði þannig fullkomnuð, að þeim
megi fieyta áfram með rafmagnsvjelum, í hverja
átt, sem óskað er, og að sá, sem fyrst stígur þangað
fæti sínum, stígi þar úr loptknerri niður á jörðina.
Hvað gagn það snertir, sem hafa má af þvf, að
komast þangað, þá er auðvitað, að miklu þarf tii
að kosta, og ekki eru líkindi til, að af því rísi neinn
fjárgróði ; en mikilsvert mundi það talið fyrir vis-
indin, ef þar yrði rannsakaður hiti og kuldi, vindar
og veðrabreytingar, segulafl og rafmagn , lögun
jarðar og margt fleira.