Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 47
Henry Morton Stanley. 213
fyrir það, hvað yrði af þessu mikla vatnsfalli, er
engi vissi deili á; en hvorugum tókst það. Ara-
bar vildu með engu móti neitt liðsinna ferðamönn-
um þessum; sögurnar, sem gengu um illþýði það,.
er byggi þar norður og vestur undan, og um tor-
færurnar, sem þar væri, voru hryllilegri en svo,
að nokkur vildu á það hætta. Fyrir vestan Ny-
angwe var ein samfelld hvít skella á öllum lands-
uppdráttum, og ekkert nafn var þar. Menn höfðu
þá enga liugmynd um, í hvaða stefnu hin afar-
mikla á Kongó rynui —en það kom upp úr kaf-
inu, að Lúalaba og Kongó voru sama áin— og
það, að Lúalaba hér svo sunnarlega og vestarlega
ranu í porður, blekkti surna landfræðinga svo, að-
þeir fóru að halda, að hún kynni að renna norður
1 Níl. En það átti að liggja fyrir Stanley, að ráða
úr þessu vafamáli; og það, að hann fann rennsli
og stefnu Kongófljóts, mun gera það að verkurn,
að hann ávallt mun verða talinn með hinum mestu
landakannöndum heimsins; það þarf ekki annað, en
líta á uppdrátt af Afríku, til þess að færa hverj-
um einum heim sanninn um, að það er fjarska
víðlent flæmi, er hann hefir gert oss kunn-
ugt.
T Nyangwe hitti Stauley mjög merkilegann mann,
sem síðan hefir opt verið getið og til ýmsra hluta;:
það var arabiskur þrælakaupmaður, er heitir Ha-
med ben Móhamed, en algengast er hann kallaður
Tippu-Tib, sem er viðurnafn hans, sern hann hefir
fengið af því, að hann er píreygður. Tippu-Tib er
auðugasti og ríkasti Arabinn í allri Miðafríku; hann
á margar nýlendur lengst inni í Afríku, og hefir