Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 115
Yfirlit yfir sögu Ástralíu. Sá81
an, og voru þá svo örmagna af þreytu og hungri,
að vistir þær, er þeini hafði verið geymdar þar,
kom þeim að engu liði, og ljetust þar allir, nema
einn ungur maður, King að nafni. Tók villimanna-
flokkur einn hann að sjer, og fann landkannand-
inn A. Howitt hann hjá þeim 15. sept. 1861.
þegar fjelagar Burkes komu aptur til Melbourne,
voru gerðir út menn að leita þeirra og hjálpa
þeim, ef þeir væri á lífi. Howitt fór frá Melbour-
ne sömu leið og Burke; Mac-Ivinlay fór frá Ade-
laide, en Landsborough fór sjóveg til Carpentaríu-
flóans, og leitaði svo suður á bóginn, en Walker
frá Queenslandi. 1 ferð þessari fann Howitt King,
og hafði með sjer bein þeirra Burke. Mac-Kinlay
og Landsborough cókst að komast yfir álfuna
þvera. Kinlay komst norð-austur til Kockhamp-
ton í Queenslandi, en hinn suðui' yfir til Melbour-
ne, og gerðn báðir margar uppgötvanir. Walker
varð ekki mikið ágeugt. En meðan á þessu stóð,
lagði Stuart enn af stað norður yfir land 1861, og
24. júlí s. á. komst liann alla leið að norðurströnd
Arnheimslands. Arið 1872 var frjettaþráður lagð-
ur þvert yfir landið nálægt leið þeirri, er hann fór,
milli South-Port og Adelaide.
Eptir þetta tóku við mai'gar smærri landkönn-
unarferðir, sem oflangt yrði upp að telja. Helztir
þeirra ferðamanna eru John Forrest, sem fór yfir
mikið af eyðimörkum Vestur-Astralíu árið 1869.
Hinn er Ernest Giles, er hjelt frá Chambers Pil-
lar 13. ágúst 1872 vestur eptir, og fann á þeirri
leið Liebig-Mountains, skógivaxinn fjallgarð, er
liggur í austur og vestur, og er Mount-Musgrave