Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 141
GreptrunarsiiMr eldsdýrkenda. 307
undir stökkið, sem þeir þurfa til þess að geta
gripið flugið. jpað leit svo út, sem þeir ætluðu að
fljúga niður undir eins og hremma líkið.
Líkfylgdin gekk hægt og stillt upp riðið með
líkið, þjónarnir báru það inn um hinar litlu dyr á
eiuum turninum, og upp á skáþakið — járngrinda-
þakið —, og ílettu ofan af því ábreiðunni, er hafðí
skýlt því. Einn þjónninn varð eptir; hinir fóru
niður aptur og námu staðar hjá líkfylgdinni, sem
liafði skipað sjer umhverfis hofið, er lampinn log-
aði í með hinum eilífa eldi, og baðst fyrir.
En þá heyrðist mikill hvinur, eins og þegar
stormviðri þýtur í skógarlimi, og dimmdi snögglega
upp yfir, eins og svart ský drægi fyrir. jþað voru
gammarnir. |>eir höfðu eigi getað stillt sig lengur;
þeir þurftu að seðja hungur sitt. |>eir flugu upp
allir í einni þvögu og steyptu sjer yfir líkið. |>ar
mátti segja að væri handagangur í öskjunni. þ>ar
var barizt með vængjunum og beitt óspart klóm
og nefi. jþjóninum, sem eptir var uppi, var illa
vært. En hann mátti til að bíða þangað til, að
fyrirburðurinn væri um garð genginn.
Loks fór hann niður til hinna. Fyrirburður-
inn hafði vel gefizt: sál húsbónda hans var í para-
dís, því — gammarnir höfðu kroppað iit vinstra
augað á líkinu á undan hinu hægra !
Líkfylgdin gekk hægt og hljóðlega til bæjar
aptur ; en gammarnir svöluðu græðgi sínu í góðu
næði.
H. S. +
80*