Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 119
Yfirlit yiir sögu Astralíu. Si85
Wales, var gerð að sjálfstæðri nýlendu 1851, og
1853 var Queensland myndað úr norðurhlutanum
á New-South-Wales. Nýlendurnar West-Australía
og South-Australía voru serðar að sjerstökum fylki-
um 1829 og 1836.
Síðan 1865 hefir South-Australía, sem uppruna-
lega náði eins og breitt belti þvert norður yfir
landið, verið skipt þannig, að úr henni hafa mynd-
azt tvö önnur fylki: Alexandraland, sem nær yfir
allt miðbik álfunnar, og er að mestu óbyggð ein;
og Northern Territory, sem er skaginn frá Carpen-
taríaíióa að Victoríufljóti, er áður var kallað Arn-
heimsland; en það er að eins norð-austurhlutinn af
skaga þessum, er í raun rjettri á að heita því nafni.
Vöxtur og viðgangur nýlendnanna fór, sem vit-
anlegt er, eptir því, hversu atvinnuvegirnir blómg-
uðust. Eins og áður er sagt, var þar fyrst að
einsstunduð jarðyrkja, og gekk lengi seigt með hana.
En í byrjun þessarar aldar hjelt Macarthar því
fast fram og röksamlega, að Astralía væri bezta
sauðland, og úr því að komizt varð yfir Bláfjöll,
og Macquarire var búinn.áð leggja þar veg, tóku
framfarirnar stórum að aukast, svo að upp frá því
má segja, að landið hafi byggzt á þessa leið:
Eyrst brýzt landkannarinn inn í óþekkta af-
kyma landsins; «the squatter#, fjármaðurinn, kemur
þegar á hæla houum, og svo lötrar «the selectorn,
akuryrkjumaðurinn, er tekur fastan bústað, í hum-
áttina á eptir. Iljer er rás mannkynssögunnar
dregin saman í eina línu : veiðimaðurinn, hirðing-
inn og akuryrkjuinaðurinn allir í röð á tæpum
mannsaldri.