Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 113
Yfirlit yfir sögu Ástralíu. 279
eyðimerkur, en þó var ferð hans skemmtiför á
móti þeim, er síðari landkanneudur tókust á hend-
ur. 1840 rannsakaði Eyri norðurhluta Suður-Ast-
ralíu, opt með einum þarlendum dreng, 10—lð
mílur frá öðrum samferðamönnum síuum. Vatn
var ekki að fá, því allar lindir voru saltar; liestar
hans drápust, en þó komst hann leiðar sinnar.
Varð hann á leið þessari þess vísari, að á svæðinu
frá Russelfjalli til Spencervíkur, sem er um 100
mílna langt, fellur engin á til sjávar, og mun það
einsdæmi á allri jörðinni.
þá kemur Ludwig Leichhardt til sögunnar,
þýzkur maður, fæddur 23. okt. 1813 af fátækum
foreldrum, komst þó til náms í Göttingen, og
hneigðist að náttúrufræði, ferðaðist fyrst um Frakk-
land og Jtalíu, og tók sjer svo 1841 far til Syd-
ney, og bjó sig þar undir för sína í tvö ár, ferð-
aðist á þeim á fjórða hundrað mílna í allar áttir,
og kynnti sjer loptslag og náttúru landsins. Ept-
ir að hafa þannig búið sig út til rannsóknarferðar
Jagði hann upp frá Sydney til Mortonbav á miðri
austurströndinni, og þaðan lagði liann af stað í
rannsóknarför sína 30. sept. 1844. Farangur hans
var ekki nema hið allra nauðsynlegasta; matvæli
til 6—7 mánaða, 16 naut, 15 hestar og 7 fylgdar-
menD, sem fremur gerðu að tefja fyrir lionum en
hjálpa. I ferð þessari fór liann 650 mílna vega-
lengd um austur- og uorð austurhluta landsins, og
komst til bæjarin.s Victoríu á norðursti’öndiuni með
heilu og höldnu eptir 16 mánaða ferð; lijelt síðan
aptur til Sydney sjóveg gegnum Torressund, og
kom þangað 29. marz 1846. Tvær aðrar ferðir