Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 74
240
0. Irminger:
nii héfir hann árum saman orðið að spila alveg
upp á eigin spýtur, og honum verið allrar hjálpar
varnað annarsstaðar að. I mörg ár fréttist ekkert
af honum, en fyrir hér urn bil þremur árum tókst
öðrum frægum Afríkufara, Dr. Junker, að komast
til Sansibar; en hann hafði einnig langa stund
hlotið að láta fyrirberast í Súdan, vegnaþess, hvað
ófriðvænlegt var og agasamt þar allt umhverfis,
eptir að falsspámaðurinn reisti óaldariiokka sína.
Hann hafði verið sjónarvottur að því, hvernig E-
min bey lagði allt sitt í sölurnar, og lét eitt yfir
sig ganga og þegna, sína, í iivaða þráutir og raun-
ir sem rak; og þótt Egiptastjórn hafi levft honum
að vera laus allra mála, þá hefir hann ekki
viljað yfirgefa þegna sína, af því að hann er full-
trúa um það, að framkvæmdir sínar þar í landi
muni verða sannri menningu til efiingar, og um
hitt er hann eigi síður sannfærður um, að svert-
ingjarnir eru menn og góð mannaefni.
Aður en Junker er kominn frá Afríku, skrifar
hann vini sínum á Englandi bréf, hamslaus af
gremju yfir því, að enginn skuli hugsa um það, að
hðsinna öðrum eins manni og Emin bey er, og fer
hann ómjúkum orðum um slíkt rænuleysi, og skor-
ar fastlega á menn til þess að veita honum lið.
Við þetta bréf var eins og menn vöknuðu af
draumi, og fóru nú að hugsa um Emin pasja, og
studdu blöðin á Englandi og |>ýzkalandi trúlega að
þvi, og á Englandi var það ráðið, að sendahonum
hð til styrktar. Nokkrir auðmenn á Englandi
lögðu fram fé allríflegt, og Egiptastjórn bauð einnig
fram fé. Stjórnin á Englandi vildi ekki láta neitt