Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 92
258
Emile tílanchard:
er undir liryggnum, og er svo fullkomið, að furðu
gegnir.
Lengi vel strönduðu allar tilraunir, að uppgötva
æðar þær, er leiddu blóðið um líkamann.
Blóðið lrefir engan lit, og sökum þess verður að
spýta inn mislitum vökva, tij[ þess að geta sjeð
æðarnar og fylgt rás þeirra. ]pað eru hjer um bil
liðin 40 ár, síðan að ungurn náttúrufræðingi tókst
að fylla aðalslagæðarnar; en hann hafði að eins
vanalega köngurló til þess að gera tilraunir sínar
á. Menn vonuðust því eptir betri árangri, ef tek-
in væri stór köngurló frá heitu löndunum til til-
raunanua. þetta var líka gert, að ein af hinni
stærstu tegund, sem kunn er, var fengin frá Suð-
ur-Araeríku. Einn dropi af vínanda var nógur til
að svipta hann meðvitundinni, án þess þó að drepa
hana. Hirn var látin í skál með vatni, þannig, að
hjartað var sjáanlegt; með oddinum á ofur-
smágerðri nál var gert gat á það, og gegnum þessa
litlu rifu var spýtt inn gulutn vökva. Tilraunin
lieppnaðist; allar slagæðar fylltust út í yztu æs-
ar.
Síðar fengu menn fleiri lifandi köngurlær af
sömu tegund, til að gera tilraunir á. Nú tóku
menn að rannsaka blóðæðarnar, og ekki leið á
löngu, áður þeir gátu sannað, hve undursamlega
því er fyrir komið, er blóðið stígur frá lungnapok-
unum, sem eru á búkhliðiuni, upp í hjartað, sem
er á bakhliðinni.
Köngurlærnar eru vanalega mjög frjósamar; þó
sjest ekki tala þeirra fjölga um of í neinu landi^
og kemur það til af því, að frjósemi allra dýra er