Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 48
214
0. Jrminger:
undir sér margar þúsundir 'svertingja, er allir hafa
kúlubyssur að vopnum, með Aröbum fyrir fyrirliða.
jbarleudum mönnum stendur ógn af honum, og
arabisku þrælakaupmönnunum þykir það svo sem
sjálfsagt, að telja hann yfirmann sinn. Tippu-Tib
sem er allra manna bezt viti borinn og eptir því
ötull og einbeittur, hefir feDgið alla auðlegð sína
fyrir verzlun með þræla og fílabein. Af hans völd-
um hafa menn svo að mörgum þúsundum skiptir
verið drepnir, og á þrælaveiðum sínum hefir hann
farið myrðandi og rænandi þangað, sem enginn
þrælakaupmaður á undau hafði dirfzt að hætta
sér. Athæfi hans er þannig hið djöfullegasta; en
á honum sannast, að engum er alls varnað; Tippu-
Tib hefir orðið mörgum hvítum ferðamanni sá vinur,
er í raun reyndist, og án hans styrks mundi mörg-
um hvítum ferðamönnum ekkert hafa orðið ágengt
með ferðalög sín um Miðafríku.
Stanley telur Tippu-tib «merkilegastan allra ó-
svartra manna, er hann hafi fyrir hitt í allri Af-
ríkui). Hið fyrsta sinn, sem Stanley átti tal við
hann, var hann hinn alúðlegasti í viðmóti, en þó
tilkomumikill, og honum leizt svo á þrælakaup-
manninn, sem hann hefði þar fyrir hitt arabiskt
göfugmenni; hann var glæsilega bninn, allt um-
hverfis hann var með talsverðri viðhöfn, og á öllu
var auðséð, að hann var hafður í miklum metuin.
Tippu-Tib þekkti vel bæði Liviogstone og Camer-
on, eins og hann síðar hefir átt kost á að kynn-
ast mörgum hvítum ferðamönnum, og í þessari ferð
varð hann nákunnugur Stanley, og virti hann Stan-