Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 106
•J12 Yfirlit yfir sögu Astralíu.
Astralíublámenn gátu tekizt á hendur í hinu nýja
landnámi, var smalamennska eða lögregluþjónusta;
en lögreglustöríin gerðu frumbyggjendunum ekkert
gagn. Flökku-þjóðir og bólfastur lýður eiga ja-fn-
an bögg í annars garð, ef þeim 'lendir saman; en í
Astralíu varð sá ófriður brátt griðalaus, með því
að landnámsmennirnir ensku voru fiestir irtlægir
stórbrotamenn, er hlífðust hvergi við.
Ekki er hægt að gera sjer neina áreiðanlega
hugmynd um það, hve margt hali verið í landinu
af frumbyggjum Astralíu, þegar Evrópumenn tóku
sjer þar fyrst bólfestu. þeir hittast enn fyrir ná-
lega um land allt, eða einhverjar menjar þeirra,
og sumstaðar allmargt af þeim. Sturt segir svo
frá t. d., að hann hafi hitt nál. 4000 á fáum dög-
um árið 1880. þess vegna er óefað ekki of mikið
í lagt, þótb gert sje ráð fyrir, að tala frumbyggja
landsins bafi verið um 200,000 fyrir ekki meira en
-50 árum. Nú er gizkað á, að þeir muni vera um
60,000.
1 tímaritinu «Gefn» er sagt frá því, hvernig íbú-
um eyjarinnar Tasmaníu við suðausturenda Astra-
líu var útrýmt með óheyrilegri grimmd. Frum-
byggjar hennar voru 4—5000, þegar fyrsta nýlend-
an var stofnuð þar, 1803, en hinn síðasti þeirra
dó 1872, enda vora þeir ekki að eins drepnir í
smá-styrjöldum, heldur var beinlínis farið á veiðar
eptir þeim. Margir þeirra voru íluttir út f smá-
eyjar í Bass-sundinu, sem er milli Tasmaníu og
}neginlandsins, og dóu þeir þar innan lítils tíma.
I Queenslandi var einnig farið á veiðar til að drepa
blámennina, eptir að nýlendan var nýstofnuð, svo