Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 104
‘>70
Yfírlit yfir sögu Ástralíu.
saman hauskúpur Astralíublámanna við aðra þjóð-
fiokka. En sá samanburður hefir heldur ekki veitt
neitt fullnaðarsvar, því Astralíublámenn eru sjer-
stakur mannflokkur, án þess á þeim finnist greinilegt
ættarmót við aðra mannfiokka. Samt sýnist surnt
í höfuðlagi þeirra benda á, að þeir sjeu skyldir Pa-
púum á Nýju-Guinea, enda eru þeir, hvað vega-
lengd snertir, nálægastir þeim.
þannig vottar fyrir dálítilli skímu af menningar-
Ijósi. sem hefir komið til Ástralíu frá eyjum þeim,
er liggja þar fyrir norðan, löngu fyr en saga hófst.
f>ar á móti hefir ekki fundizt, að menningarstraum-
ar hafi síðar komið úr sömu átt, þó reynt hafi
verið að sanna það. Eeyndar hefir fundizt, að vopn
þeirra (boginn), bátar, hús og líkamsskapnaður
verður fullkomnara þegar nær dregur York-skag-
anum nyrzt á Astralíu; enda sjest þar ljóslega, að
þeir hafa haft kynni af Papúum og Malayum. Eu
auðsjeð er, að það befir ekki orðið fyr en fremur
seint. En allar rannsóknir sýna að minnsta kosti,
að afarlangur tími er liðinn síðan Astralíubúar
skildust við ínannflokk þann, sem þeir eru komnir
af.
f>ar eð rannsókmrnar hafa þannig sýnt, hve
Ástralía var algerlega útilokuð frá öllum áhrifum
frá öðrum þjóðum, verður auðið að skilja, hvers
vegna hún hefir svo að segja engurn framförum
tekið; því framfarir heimsins yfir höfuð, og sömu-
leiðis einstakra þjóða, eru komnar undir því, að aðr-
ar þjóðir hafi haft áhrif á þær utan að, af baráttu
þjóðanna fyrir tilveru sinni, sem leiðir af því, þeg-
ar þær vilja brjóta hver aðra undir sig.