Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 45
HénryMorton Stanlev. 211
þannig, þegar hér var komið ferð hans, merkilega
uppgötvun. Bn vegna þess, að þarlendir menn
sýndu honum fullan fjandskap, en hermennirnir,
sem honum voru léðir frá Úganda, reyndust hug-
lausir, þá gat Stanley ekki komið því við, að
kanna vatnið sjóleiðis, en síðan hefir engi hvítur
maður séð það, og er mönnum því enn ókunnugt
um stærð þess.
Stanley lét nú frá sér fara fylgdarlið það, er
hann hafði fengið með sér frá Uganda, og kannaði
margt um afstöðu landa og vatna, er mönnum var
áður ókunnugt, og kom hann í mafmánuði 1876
suður að Ujiji við ströndina á Tanganikavatninu;
þar hafði hann í nóvembermánuði 1871 fundið
Livingstone. Yar því ekki furða, þótt þar rifjuð-
ust upp fyrir honum margar endurminningar frá
þeim dögurn, er þeir þá voru saman, og aldrei
fyrnast honum. En nú var Livingstone liðinn, svo
það var með sorg og söknuði, að hann nú leit þá
staði, er hann þá hafði notið svo mikils unaðar á,
meðan hann gat notið samfylgdar hins fræga ferða-
manns. En maður eins og Stanley lætur ekki
slíkar hugsanir lengi á sér festa; orðtak lians er:
«áfram!», og á hverjum degi var hans ósigranda
þrelci og þolgæði fullfengið að starfa. Nú voru
liðin hér um bil 3 missiri síðan hann lagði upp
frá Bagamojo, og bjóst hann við, að sín rnundu
bfða í Ujiji bæði bréf og blöð; en sú von brást
honum fyrir hirðuleysi arabisks erindsreka
hans.
Stanley lét nú allan þorra liðs síns taka á sig
14*