Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 69
Henry Jlortou Stanley.
235
er hún er skipgeng upp undir efri fossana, er menn
munu muna að Stanley rak sig á skömmu eptir
að hann kvaddi Tippu-Tib og fylgdarlið hans, á
sinni frægu ferð þvert yfir Afríku. Stanley heimt-
aði það, að liðsafli sá, er hann liafði tii umráða,
væri til muna aukinn, og margt annað, er hafði
mikinn kostnað í för með sér; en að öllu því var
gengið, ef hann að eins vildi fyrir bindast, og fyr-
ir það fer hann enn til Afrlku, og þangað er hann
kominn um jólaleytið 1882; en þar var ekki allt í
svo góðu horfi, sem hann hafði gert sér von
um.
I Vivi gerði Stauley ýmsar fyrirskipanir, kippti
mörgu í lag og kom mörgu á gang; eitt með öðru
var það, að láta tíytja enn eitt gufuskip upp fyrir
fossana; og að því bunu fór hann til Leopoldville
til þess að búa út í stóreflis leiðangur upp eptir
ánni. I’yrst skrapp hann stutta ferð, en síðan
lagði hann upp frá Leópoldville seint í ágústmán-
uði, og hafði uú 3 smágufuskip, einn hvalabát og
gríðar-mikla eikju. Lið hans var samtals 8 tigir
manna, og öll förin voru fermd ýmis konar föngum
til þess að efna til stöðva á þeim stöðum, er hæfi-
legir kynni að þykja til þess bæði af afstöðunni
og góðum kynnum við þarlenda menn. Stanley
og lið hans var 'svo út búið, að þeir gátu verið
missiri burtu frá aðalstöðvunum, Leopoldville.
þ>essi leiðaugur Stanleys varð alveg ný landa-
kannanarferð. Nú voru mikil umskipti orðin á
fyrir Stanley við það sem áður var. A fyrri ferð-
inni sinni, þegar. hann lét berast ofan ána með
Lady Alice og eiknaflota sinn, var hann opt eltur