Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 22
188
0. Irminger:
lendir menn, þá gat þeim tekizt það, að ráða lög-
um og lofum í byggðum þeim, sem þeir fóru um,
með því að gerast fyrirliðar fyrir þrælasveitum, er
þeir bjuggu skotvopnum, enda urðu þeir opt óspart
að neyta vopnanna, og það sem kallað var kaup-
skapur þeirra við þarlenda menn, varð brátt að
hinum hróplegustu ránsferðum og mannaveiðum.
það var ekki þar með búið, að Arabar æstu hvern
þjóðflokkinn móti öðrum, og rændu og stælu sjálfir
fílabeini, en þeir rændu líka ungu fólki þarlendra
manna, konum sem körlum, og gjörðu að þrælum,
og urðu þeir að bera fílabeinið, er þeir höfðu stolið,
til strandar ofan. Byggðarlög, sem áður voru þétt-
byggð, eru nú orðin í auðn fyrir guðlausa grimmd Ara-
ba, og það er varla neitt hróplegra og hryllilegra at-
hæfi til nú á dögum, en harðúð sú og grimd, er
þessir mannaveiðamenn og þrælakaupmenn hafa í
frammi. það er engin hemja á því, livað Aröbum
þykir lítið fyrir að drepa menn. Eins og ekkert
sé um að vera, leggja þrælaveiðamennirnir á næt-
urþeli eld í kofa svertingjanna, sem að öllum jafn-
aði eru byggðir úr hálmi; þegar þeir þá reyna til að
forða sér úr eldinum, ráðast þeir á þá og gjöra að
þrælum alla þá, er þeir fá höndum á komið, og
eru þeir, þegar austur að sjó kemur, opt og ein-
att ekki annað en skinnið og skrapandi beinin.
þegar þrælarnir ekki geta dragnazt áfram, fyrir
hungurs sakir eða veikinda, þá eru þeir, án allrar
líknar, skildir eptir á leiðinni, til þess að deyja
þar, eða þegar mest er við þá haft, þá eru þeir
rotaðir, til þess að stytta eymdarstundir þeirra, og
margir ferðamenn hafa sagt frá lestavegum, þar