Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 78
244
0. Irminger:
íiminta hundraði burðarmanna og hermanna til
þess að fara til Wadelai, og upp frá þeim tíma
hafa menn engar vissar fregnir fengið. Síðasta
'bréíið, sem komið hefir til Evrópu frá Stanley, er
dagsett: Jambúga 23. júní 1887, og er skrifað
fám einum dögum áður en hann skyldi við Bartte-
lot. Allt það, sem síðan hefir frétzt af Stanley, er
ekkert annað en flugufregnir, eða þá frásögur
strokumanna, en þær sögur er viðlíka mikið að
marka. Aður en hann var kominn upp að Jam-
búgafossum var hann sagður dauður, og síðan hef-
ir hann verið marg-sagður annaðhvort særður eða
dauður. ]pað er marg-opt búið að skrifa æfiminn-
ingu hans; en það hefir opt kornið fyrir áður, að
Afríkufarar hafa fengið að lesa sögurnar um æfilok
sín, þegar þeir komu heim aptur úr ferðum sínum
með góðu lífi. Svo var það um Samúel Baker,
þann er fyrri var nefudur, er faun minna stöðu-
vatnið, það er Níl kemur úr. 1 tvö ár og 5 mán-
uði hafði ekkert af honum frétzt. Og frá Grant of-
ursta, er var förunautur Spekes kapteins, er fann
stærra stöðuvatnið, er Níl kemurúr, fréttist ekkert
í 21 mánuð. Pílagrímar Múhameðstrúar hafa í
Súakin við Rauðahaf sagt frá því, að þeir á leið-
inni vestan úr Afríku hafi frétt til þess, að pasja
einn hvítur hafi verið á leiðinni í landinu fyrir
■norðan skattland Emins með óvígan her, og hafa
sumar fregnir búið Stauley til úr þeim hvíta
pasja.
Jafn skjótt og Stanley yfirgaf herbúðir sínar,
steig hann fæti á byggðir, sem Evrópumenn aldrei
■áður hafa farið um, en eigi að síður þykjast menn