Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 105
271
Yfirlit yfir sögu Ástralíu.
Eðli og ásigkomulag landsins hefii' einnig aptrað
því, að sjálfstæð þjóömenning gæti komizt þar á
iót. Eyrst og fremst er landið lítt vogskorið, og
auk þess má undir eins sjá, að margt fleira hefir ■
verið þar þjóðmenningu til fyrirstöðu. Landið hef-
ir engin upprunaleg jórturdýr, og óræktaðar korn-
tegundir eru mjög sjaldgæfar. Af þessu var ómögu-
legt, að villimenn þessir gætu orðið hirðingjaþjóðir,
livað þá heldur siðast svo, að þeir tækju að stunda
akuryrkju. Auk þess var ólíklegt, að þjóðir þess-
ar hættu villimannalífinu, og tækju, í stað þess,
upp akuryrkju, þar eð korn vex þar mjög óvíða;.
þó eru villihrísgrjón þau notuð til fæðu, er vaxa á
ýmsum stöðum í Suður-Astralíu. Auk þess er
loptslagi landsins víða þannig varið, að kornteg-
undir eiga illt með að þrífast þar, þó þær þolj
þurk miklu betur en hrísgrjóniu; því sumstaðar
kemur þar ekki deigur dropi ur loptinu heilt ár,
einkum um miðbik landsins. Enn fremur gefur
landið margt af sjer, þegar vel lætur í ári, sem
hafa má til viðurværis, og var því hægt að halda
uppi lífinu fyrir aðra eins þjóð og Astralíu-
búa.
Af þessu hefir leitt, að akuryrkjan, sú mikla
uppfundning, sem öll æðri þjóðmenning byggist á,
var ekki fundin upp í Astralíu þegar Evrópumenn
komu þar.
þegar hinum upprunalegu íbúum landsins og
hinum aðkomnu nýbyggjendum lenti saman, var
hægt að sjá, hverjar afleiðingarnar mundu verða.
jpeir voru svo ólíkir, að óinögulegt var, að þeir
gætu samþýðzt hver öðrum. Hin eina vinna, sem.