Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1947, Page 24

Ægir - 01.04.1947, Page 24
118 Æ G I R svarar að meðal rúmlestatala hvers skips hafi verið um 66, og er því um að ræða all verulega aukningu á rúmlesta- tölunni miðað við fyrra ár, en þá var með- al rúmlestatala 59. Hafði hún verið svipuð árið 1944. Hin mikla aukning á bátaflot- anum, sem átti sér stað að nokkru leyti fyrir síldarvertíð 1946, hefur þannig ekki aðeins aukið töluna, heldur einnig aukið meðalstærð flotans, þar sem fjöldinn allur af þeim bátum, sem keyptir voru nýir, eða smíðaðir voru innanlands, voru mun slærri en áður hafði tíðkazt. Aðeins eitt botnvörpuskip stundaði sildveiðar að þessu sinni, en þátttaka þeirra í síldveiðunum hefur vart verið teljandi um mörg undan- farin ár. Gufuskip, önnur en botnvörpu- skip, voru aðeins 10 að tölu, eða 1 fleira en verið liafði árið áður. Þátttökuaukn- ingin kemur því nær eingöngu niður á mótorskipunum, sem voru að þessu sinni 236, eða nær því 80 fleiri en árið 1945. Tala herpinóta, sem notaðar voru við síld- veiðarnar, var að þessu sinni 222, á móti 151 árið 1945, og hafa þær aldrei áður verið líkt því margar. Árið 1945 hafði verið eitt mesta síldar- leysisár, sem komið hefur frá því síld- veiðar hófust að nokkru ráði hér við land. Enda þótt mönnum hafi jafnan verið ljóst, hversu erfitt er að reikna út göngur síld- arinnar og þar með að sjá fyrir um það, hvort síldin muni veiðast í stórum eða sináum stíl á hverri vertíð, þá mun þó óhætt að segja, að menn hafi gert sér vonir um, að minnsta kosti sæmilega síld- arvertíð árið 1946, eftir aflaleysisárið 1945. Er ómögulegt að verjast því, að nokkurs óróleika hlýtur að gæta hjá mönnum, þeg- ar tvö slík aflaleysisár fara saman, en slíkt hefur ekki komið fyrir áður, og er þá ekki óeðlilegt, að þeirri hugsun skjóti upp, hvort hætta geti verið á, að hér sé um ein- hverja meiri háttar breytingu á síldar- göngunum að ræða. Rannsóknir þær, sem fiamkvæmdar hafa verið á göngum síldar- innar, eru enn ekki komnnr svo langt, að unnt sé að segja nokkuð ákveðið um þetta, en vonandi verður þess ekki langt að bíða, að takast megi að leysa þá gátu, hvernig síldin hagar göngum sinum, en þegar sú gáta er leyst, ætti að vera auðveldara að elta síldina uppi, eða að minnsta kosti auð- veldara að sjá nokkuð fyrir hvernig afli geti orðið. Nokkur undanfarin ár hafa síldveið- arnar að jafnaði ekki hafizt fyrr en viku af júní, og hefur það ákveðist af því, hve- Tafla XIV. Þátttaka í síldveiðunum 1946 og 1945 (herpinótaskip). 1946 1945 ‘O C *c s i C £ a S E d « S >3 E 03 *a u M Cfl a u H K X CJ H A x H Ifí CQ u X 'Z X o H A Tegund skipa Botnvörpuskip 1 241 24 i 2 346 42 2 Gufuskip 9 1733 186 9 8 1063 150 8 Mótorskip 236 14281 3356 212 157 8410 2234 141 « 246 16255 3566 222 167 9819 2426 151

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.