Ægir - 01.04.1947, Side 31
Æ G I R
125
sildaraflinn 131 700 smálestuin, og er það
rúmlega tvöfalt á við það sem var árið
Í045, og aðeins fá ár hefur aflamagnið
verið meira.
Hagnýtingu síldarinnar var liagað á
svipaðan liátt og verið hefur um mörg
nndanfarin ár, að meginn liluti aflans fór
i bræðslurnar og var unnið þar úr honum
mjöl og lýsi, eða sem svaraði 80%. Til
söltunar fóru 15,9% og til beitu fóru 4%
og auk þess smávægiiegt magn til annarar
hagnýtingar. Hér skal fyrst gerð nokkur
grein fyrir síldarbræðslunni.
Bræðslusíldaraflinn.
Að undantekinni endurnýjun skipa-
stólsins, sem fram hefur farið á seinustu
tveiinur árum, má telja að hvergi hafi
°rðið stórstígari breytingar í sjávarútveg-
inuni en einmitt í síldariðnaðinum á hin-
nm síðustu árum, og verður framhald á því
a næstu árum. Árin 1944 og 1945 áttu sér
stað allverulegar aukningar á afköstum ým-
Jssa sildarverksmiðja, þótt það kæmi ekki i
Ijos tii fulls í hinum lélegu síldarárum, en
megin aukningarnar liafa þó átt sér stað
arið 1946 og koma til með að halda áfram
arið 1947 og ef til vill lengur. Árið 1945
voru áætluð eðlileg afköst síldarverksmiðj-
nnna i landinu 45 900 mál á sólarhring,
þá höfðu afköstin aukizt um rúmlega 6000
mál, frá því sem talið var að þau væru
árið 1944, en árið 1946 átti sér stað veru-
leg aukning, og er þá talið (sbr. töflu XV),
að afköst verksmiðjanna hafi verið 58 100
mál á sólarhring. Aukning á afkastagetu
verksmiðjanna frá árinu áður neinur því
26%. Á árinu 1946 var einnig unnið að
hyggingu tveggja nýrra verksmiðja á veg-
um Sí'darverksmiðja ríkisins, og var önn-
ur á Sigluíirði, en liin í Höfðakaupstað.
Ekki urðu þessar verksmiðjur þó tilbúnar
á síldarvertíðinni 1946 og kom aðeins til
tilraunavinnslu seinni iiluta veiðitímans.
Tafla XV. Áætluð afköst síldarverksmiðj-
anna 1946 (mál á sólarhring).
1. Hesteyri...........
2. Iní;ólfsfjörður....
3. Djúpavík ..........
4. S. R. 30...........
5. S. R. P............
6. S. R. N............
7. Rauðka ............
8. Dagverðareyri......
9. Hjaltej'ri ........
10. Krossanes ........
11. Húsavik...........
12. Raufarliöfn (gamla)
13. Raufarhöfn (nýja) .
14. Seyðisfjörður.....
15. Akranes ..........
Samtals 58 100
1200
5000
4800
6000
3200
5300
10000
2500
10000
3000
400
1000
4500
600
600