Ægir - 01.04.1947, Qupperneq 49
Æ G I R
139
foætzt við 5 frystihús frá árinu áður. Ekki
voru þó öll hraðfrystihúsin starfrækt til
fiskfrystingar á árinu, því að 5 tóku aldrei
á móti fiski til frystingar.
Vegna fjölgunar frystihúsanna og einn-
ig vegna viðbóta og aukninga á hinum eldri
húsum, varð nokkur afkastaaukning á ár-
inu, svo að talið var að í árslok hafi af-
kastageta allra hraðfrystihúsa í landinu
verið um 700 smál. af flökum á sólarhring,
on árið 1945 var afkastagetan áætluð um
055 smál. á sólarhring. Mun láta nærri, að
afkastageta frystihúsanna á sólarhring á
árinu 1946, samsvari rúmlega 2000 smál. af
fiski upp úr sjó.
í töflu XXIV gefur að líta yfirlit yfir
innkeypt fiskmagn til frystihúsanna í
hverjum mánuði ársins 1946, skipt eftir
fisktegundum. Vetrarvertíðin, eða nánar
til tekið tímabilið frá febrúar til maí, er
aðal starfstími hraðfrystihúsanna. Að vísu
hefst vetrarvertíðin að jafnaði snemma í
janúar viðast hvar, en í þeim mánuði hef-
ur frysting sjaldan veiáð nema rétt að
L'yrja og afli oft heldur tregur eða gæftir
styrðar og svo var á árinu 1946. Á tímabil-
inu febrúar—maí komu rúmlega 78% af
þeini fiski til hraðfrystihúsanna, sem þau
tóku á móti á árinu, eða því nær 58 þús.
smál., og voru mánuðirnir marz og apríl
hæstir með á 18. þús. smál. hvor. Er það
mesta magn, sem nokkurn tíma hefur ver-
ið fryst í einum mánuði hér á landi. Eftir
að vertíð lýkur og einkum um sumarið, er
frysting að jafnaði lítil, enda er þá allur
þorri skipa við síldveiðar og var svo einnig
að þessu sinni. Voru það aðallega frysti-
húsin á Vestur- og Norðurlandi, sem tóku
iisk til frystingar á þeim tíma svo og um
haustið. Minnsta fiskmagnið, sem fór til
trystihúsanna, var í septembermánuði og
hefur svo oft verið undan farin ár, en að
þessu sinni voru það tæplega 800 smál.
Ekki urðu mildar breytingar á samsetn-
ingu þess fiskmagns, sem fór til frystihús-
anna, að því er tegúndir snertir. Má sjá á
eftirfarandi yfirliti hver hluti hinna ein-
stöku fisktegunda var í fiskmagni því, sem
fór til hraðfrystihúsanna á árinu 1946 og
1945. 1946 1945
Skarkoli 1.3 % 0.6 %
Þykkvalúra 0.3 — 0.2 —
Langlúra 0.0 — 0.1 —
Stórkjafta 0.0 — 0.0 —
Sandkoli 0.0 — 0.1 —
Heilagfiski 0.4 — 0.4 —
Skata 0.0 — 0.0 —
Þorskur 91.1 — 89.8 —
Ýsa 2.6 — 1.9 —
Langa 0.7 — 0.4 —
Steinbítur 2.7 — 3.8 —
Keila 0.2 — 0.3 —
Karfi 0.3 — 0.2 —
Ufsi 0.4 — 0.4 —
Síld 0.0 — 1.8 —
Hluti þorsksins, sem ávallt hefur verið
slærstur í mörg undanfarin ár, var að
þessu sinni 91.1%, eða svipað því, sem
yerið hefur nú nokkur undanfarin ár. Af
því leiðir aftur, að hluti annarra fiskteg-
unda er rnjög óverulegur og er þar þó
hæstur steinbíturinn, með 2.7%, og ýsan
með 2.6%, og hefur ýsan heldur aukizt frá
því sem var árið áður, en steinbíturinn
heldur minnkað. Hluti flatfiskanna var
svipaður og undanfarin ár, eða samanlagt
um 1.7%, en þar hefur skarkolinn lang
mestan liluta, eða 1.3%. Ýmsar flatfiskteg-
undir, svo sem langlúra, stórkjafta og
sandkoli, eiga svo lítinn hluta hér, að vart
er teljandi. Á árinu 1945 hafði verið hrað-
fryst nokkuð magn af síld til útflutnings,
en á því varð ekki teljandi áframhald á
árinu 1946, þar sem aðeins tæplega 13
smál. voru þannig hagnýttar. Ekki er þó
þar með sagt, að ekki geti orðið áframhald
á þessari framleiðslu, heldur má þvert á
móti gera ráð fyrir, að í framtíðinni verði
allmikið hraðfryst af síld til útflutnings.
Það leiðir af sjálfu sér, þar sem hlutur
þorsksins í fiskmagninu er svo yfirgnæf-
andi, að hann er að langmestu leyti veidd-
ur á vetrarvertíðinni til maíloka. Um aðrar
fisktegundir gegnir nokkuð öðru máli. Eru
ýmsar þeirra veiddar á öðrum tímum árs,