Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1947, Page 60

Ægir - 01.04.1947, Page 60
150 Æ G I R Tafla XXXV. Beitufrysting (síld og kolkrabbi) árin 1943—1946. 1946 1945 1944 1943 kg líg l'g kg Sunnlendingafjóiðungur 2 961 700 4 056 800 2 883 700 3 008 650 Vestfirðingafjórðungur 381 100 689 600 851 000 1 171 700 Norðlendingafjórðungur 1 705 200 1 093 500 1 455 600 1 527 300 Austfirðingafjórðungur 226 200 93 200 223 700 )) Samtals 5 274 200 5 933 100 5 414000 5 707 650 8. Beitufrysting'. í töflu XXXV er yfirlit yfir frystingu síldar til beilu á árunum 1943—1947. Nokkru minna magn var nú fryst af síld til beitu en verið hafði árið 1945 og raunar minna en verið hefur um þrjú undanfarin ár, eða alls 5274 smál. á móti 5933 smál. 14 500 tunnum, en var 11 700 tunnur árið áður. Af útflutningnum 1946 fóru 11400 tunnur til Frakklands en 2800 tunnur til Svíþjóðr, og aðeins smávægilegt til annarra landi. Verðmæti salthrognaútflutningsins var um 2,7 milljónir króna. Útflutningur á síld var nú all miklu meiri en hann var árið 1945, sem var bein afleið- ing af auknu aflamagni á síldveiðunum. Saltsíldarútflutningurinn nam alls tæplega 159 þús. tunnur, en var aðeins 115 þús. tunnur árið áður. Verðmæti saltsíldarinnar árið 1946 var 27,8 milljónir króna. Þess hef- ur áður verið getið, að samið var við Rússa um sölu á allverulegum hluta saltsíldar- framleiðslunnar, eða allt að 100 þús. tunn- um, en vegna aflabrestsins var eigi unnt að uppfylla þá samninga með öllu, og Rússar fengu því ekki nema rúml. 66 þús. tunnur, en voru þó með meira magn en nokkur onnur þóð, en næst kom Svíþjóð með tæp- lega 66 þús. tunnur. Önnur lönd, svo sem Bandaríkin, Danmörlt og Finnland, voru með miklu minna, eða frá 8 lil 9 þús. smál. hvert. Fryst síld var lítillega útflutt á ár- inu, aðallega til Færeyja, og var þar um beitusíld að ræða. árið 1945, cn það ár var hæst í þessu til- liti, sem verið hefur. Þrátt fyrir það, að síldveiðarnar brygðust fyrir Norðurlandi um sumarið, svo sem raun varð á, varð beitufrystingin í þeim fjórðungi með mesta móti, samanborið við það, sem verið hefur undanfarin ár, enda voru þar af hálfu beilunefndar gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að frysta sem mest af beitusíld, með tilliti til þess, að vænta mátti allmikið aukinnar útgerðar á línu á vetrarvertíö 1947. Hins vegar var allmikið minna fryst af síld til beitu í Sunnlendingafjórðungi en verið hafði árið áður, eða aðeins rúm- lega 2900 smál. á móti rúmlega 4000 smál. árið 1945, og stafaði það m. a. af því, að reknetjaafli varð lélegri og endasleppari en búizt hafði verið við, og náðist því ekki að frysta eins miliið og þörf hafði verið talin á. Einnig var það, að frá árinu áður lágu allmildar beitubirgðir, en beitufryst- ing hafði þá, svo sem áður segir, verið með allra mesta móti, og voru frystihúsin því ekki eins álcöf í að frysta síld fyrir vertíð- ina 1947 eins og ella hefði orðið. I Vest- firðingafjórðungi og Austfirðingafjórð- ungi var eins og vanalega mjög litið um beitufrystingu, og í Vestfirðingafjórðungi venju fremur lítð, eða aðeins 381 smál. á móti tæplega 690 smál. árið áður, og tæp- lega 1200 smál. árið 1943. Um Austfirð- ingafjórðung er það að segja, að þar voru aðeins frystar 226 smál. af síld til beitu, en þar hefur að jafnaði verið mjög lítiö um beitufrystingu, þar sem útgerðin í þeim fjórðungi treystir mest á beituöflun frá Norðurlandi og jafnvel nokkuð frá

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.