Ægir - 01.04.1947, Side 61
Æ G I R
151
9. Skipastóllinn.
Frá því vélbátaútgerð hófst hér á landi,
hefur aldrei á einu ári orðið jafn stórfelld
aukning á vélbátaflotanum og á árinu 194t5.
1‘ess var lauslega getið í yfirliti yfir sjáv-
arútveginn, senr birtist í 2. og 3. tbl. Ægis
1946, að í smíðum væri mikill fjöldi vél-
báta, bæði innan lands og utan, og væri von
til þess að allmargir þeirra, eða flestir,
yrðu tilbúnir á árinu 1946.
1 töflu XXXVI er yfirlit yfir skipastól-
inn eins og hann var í árslok 1946 og til
samanburðar eins og hann var í árslok 1945,
og er þar stuðst við yfirlit, sem Hagstofan
lætur gera í lok livers ár, samkvæmt skipa-
skránni, en með því að skipaskráin kemur
út nokkru fyrir áramót, er það jafnan svo,
að þau skip, sem koma til landsins eða eru
tekin í notkun seinast á árinu, komast ekki
í yfirlit þetta. Samkvæmt yfirlitinu er tala
skipa í árslok 1946, 676 alls, en var í árs-
lok 1945, 638, svo að talan hefur hækkað um
38, en rúmlestatalan er talin í árslok 1946
42 876, en árið áður 38 253, eða liefur
hækkað sem nemur 4623 rúmlestum. Hef-
ur rúmlestalalan aukizt um rúmlega 12%
frá árinu áður. Af 676 skipum, sem talin
cru í yfirlitinu, voru 658 fiskiskip, og var
Suðurlandi á vorin, áður en síldarvertíð
Jiefst fyrir norðan.
rúmlestatala þeirra um 72% af heildarrúm-
lestatölu skipastólsins, og er það -svipað og
var árið áður.
Smíði fiskibáta innanlands var með
meira móli á árinu og var alls lokið við að
smíða 16 báta, samtals 770 rúmlestir, og er
það allmiklu meira en verið hafði árið áð-
ur, þá var aðeins lokið smíði 4 báta sam-
lals 186 rúmlestir. Bátar þessir voru smið-
aðir á eftirtöldum stöðum:
Hafnarfirði 4 202 rúml.
Reykjavík 2 113 —
Akureyri 2 101 —
Keflavík 2 90 —
Innri Njarðvík 2 72 —
Akranesi 1 86 —
ísafirði 1 53 —
Fáskrúðsfirði 1 38 —
Seyðisfirði 1 35 —
Auk þessara báta voru enn í árslok all
inargir bátar í smíðum og má gera ráð fyrir,
að þeir verði allir tilbúnir fyrir árslok
1947.
Á árinu 1945 voru Jveypt nokkur skip lil
landsins, og var þar ýmist um að ræða ný-
smíði erlendis frá eða gömul skip. Skip
þessi voru 17 alls, en samanlögð rúmlesta-
tala þeirra 1812. Á árinu 1946 varð megin
aukning bátaflotans með skipakaupum
erlendis frá og var þar um að ræða ný skip,
nokkur eldri skip voru þó keypt til lands-
ins, en flest þeirra voru nýleg. Komu skip
þessi frá eftirtöldum löndum:
Svíþjóð ..... 57 skip 4098 rúml.
Danmörk ..... 6 — 336 —
Færeyjar .... 2 — 171 —
Af þessuin skipum voru 16 gömul skip
frá Svíþjóð og 2 frá Færeyjum, en öll hin
nýsmíðuð fyrir íslenzka kaupendur.
Samkvæmt framansögðu var meðalrúm-
lestatala skipa þeirra, sem hyggð voru
innanlands 48, en meðalrúmlestatala skipa
þeirra, sem byggð voru utanlands, var 71.
Alls bættust við á árinu 81 fiskibátur, og
var samanlögð rúmlestatala þeirra 5373
rúml. Fóru bátar þessir til ýmissa veiði-