Ægir - 01.04.1947, Qupperneq 64
154
Æ G I R
11. Vitabyggingar.
Malarrifsvitinn var endurbyggður og
stendur hinn nýi viti 200 m vestar en
gamli vitinn. Er vitahúsið hvítur sívalur
turn, steinsteyptur, 22 m að hæð.
Einnig var Stokksnesvitinn endur-
hyggður. Stendur vitahúsið, sem er hvítur
þrístrendur turn, á stað gamla vitans. Hæð
hússins er 20 m.
Lokið var smíði tveggja nýrra vita á
Hraunhafnartanga og' Kópaskeri, en hafin
var vinna við ])á á fyrra ári.
Miklir erfiðleikar hafa verið á því á
slyr jaldarárunum og einnig eftir að
styrjöldinni lauk að afla Ijóstækja í nýja
vita, sem reistir hafa verið. Á árinu tókst
þó að fá ljóstæki í Akranesvita, Patreks-
fjarðarvita og Þormóðsskersvitann.
áfram ineð hafnargarðinn og vantar nú
.10—40 m til þess að hann nái út í Þóru-
sker.
Á Akranesi var unnið áfram að vinna að
hafnargerðinni. Keypt voru í Bretlandi 4
stór steinker og þau dregin til Akraness.
Einu þeirra var komið fyrir í framlengingu
hafnargarðsins og lengdist hann við það
um 62 m og er breiddin 13 m. Dýpi á þess-
um kafla er 8—9 m um fjöru.
Úr tveimur kerunum var gerð bráða-
birgða-bátahöfn, þannig að öðru var kom-
ið fyrir í framlengingu minni bryggjunnar
og hinu i framhaldi af því, beygt inn á við.
Við þetta myndaðist geymslustaður fyrir
allmikinn bátaflota. Fjórða kerið var
geymt á Akranesi í vetur og er ráðgert að
l.æta því við hafnargarðinn á þessu sumri.
Loks var lokið smíði áhalda- og skrif-
stofuhúss fyrir vita- og liafnarmálastjórn-
ina í Reykjavík. Er húsið 550 m2 að grunn-
máli, þrjár hæðir og ris. Eru þar skrifstof-
ur, áhaldageymslur og viðgerðarstöð. Hús
þetta stendur við Seljaveg.
12. Landhelgisgæzla
og björgunarstarfsemi.
Ægir var til viðgerðar erlendis frá því
seint á árinu 1945 og þar til seinni hluta
aprilmánaðar 1946. Eftir það var skipið
við gæzlu á ýmsum svæðum og auk þess
oft í flutningum. Bjargaði Ægir norsku
flutningaskipi, er strandaði semt í júlí-
mánuði og auk þess veitti hann tveimur
islenzkum fiskbátum beina aðstoð á
árinu.
Óðinn var við gæzlu í FaxafJóa og við
Vesturland í janúarmánuði, en i febrúar og
marz aðallega við Vestmannaeyjar. í apríl,
maí og júní var báturinn við gæzlu við Suð-
Vesturland, en á tímabilinu frá 1. júlí og
fram í seinni hluta september annaðist
hann gæzlu fyrir Norðurlandi. Mánuðina
nóvember og desember var hann við gæzlu
i Faxaflóa. Óðinn tók tvo ísl. togbáta að
ólöglegum veiðum í landhelgi og aðrir
tveir dragnótabátar voru sektaðir fyrir
ólöglegar veiðar á árinu. Óðinn tók einnig
þrjú norslc síldveiðiskip fyrir ólöglegar at-
hafnir í landhelgi cg veitti skipum beina
aðstoð í 31 skipti á irinu.
Auk hinna föstu varðskipa, voru nokkrir
fiskibátar leigðir til landhelgisgæzlu, svo
sem venja hefur verið um nokkur undan-
farin ár. Voru bátar þessir af ýmsum
stærðum og leigðir til gæzlu á ýmsum
tímum. Voru þetta hátar þeir, sem hér
segir:
Fregja RE 58 va: leigð til gæzlu í Faxa-
flóa og við Vv stm; nnaeyjar frá því seinni
hluta febrúar og þí r til seint í maí. Á þessu
tímabili veitti hún bátum aðstoð 28 sinn-
um.
Dux GK 8(5 var við gæzlu við Vestfirði,