Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Síða 3

Ægir - 01.08.1949, Síða 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 42. árg. Reykjavík — ágúst—sept. 1949 Nr. 8-9 Davíð Olafsson: Sjávarútvegurinn 1948. Ef litið er á afkomu sjávarútvegsins 1948, kemur greinilega i ljós, að enn hefur haldið áfram að síga á ógæfu hliðina og liggja til þess þær tvær orsakir, sem valdið hafa erfiðleikum útgerðarinnar mest á undanförnum árum. í fyrsta lagi er um að ræða almennt hækkandi frainleiðslukostn- að á sjávarafurðum, vegna aukinnar dýr- tíðar í Iandinu, og á þetta jafnt við um all- ar greinar útvegsins, og í öðru lagi það, sem snertir aðallega bátaútveginn og síld- ariðnaðinn, aflabrestur á síldveiðunum sumarið 1948. Til þess að freista að vinna á móti þessum erfiðleikum var haldið áfram á sömu braut og árið áður, það er að segja að ábyrgð var tekin á útflutnings- verði helztu afurða bátaútvegsins á þorsk- veiðum, en ríkið varð að hiaupa undir hagga með jieim bátum, sem gerðir höfðu verið út til sildveiða og einnig voru gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að bjarga þeirri útgerð frá fjárhagslegu hruni. Hins vegar urðu togararnir eftir sem áður að bjarga sér sjálfir án aðstoðar af hálfu hins opinbera, enda mun afkoma nýsköp- unartogaranna hafa verið þannig í flest- um tilfellum, að þeir hafi getað bjargað sér, en hins vegar er ekki nokkur vafi á þvi, að hinir gömlu togarar geta nú ekki lengur talizt arðbærir í rekstri. Með setningu dýrtíðarlaganna i árslok 1947 var engin hreyting gerð á því verði, sem ríkissjóður tók ábyrgð á gagnvart bátaútveginum, en hins vegar var gerð sú ráðstöfun, að kaupgjald skyldi ekki greiðast með hærri vísitölu en 300, en það var sú vísitala, sem miðað hafði verið við, þegar ábyrgðarverðið var upphaflega ákveðið i árslok 1946. Það leit því þannig út, að aðstaða bátaútvegsins mundi á ár- inu 1948 verða svipuð og árið áður, en það fór á annan veg, enda þótt lögin mæltu svo fyrir, að ekki mætti greiða hærri vísitölu á kaup en 300, þvi að engar hömlur voru settar við því, að grunnkaup gæti hækkað. Enda varð sú raunin á, að á árinu urðu nokkrar hækkanir á grunnkaupi, sem aft- ur ieiddu til aukins kostnaðar við fram- leiðslu sjávarafurða. Vetrarsíldveiði sú, sem hófst í Faxaflóa eða nánar tiltekið í Hvalfirði seint um haustið 1947, stóð fram i byrjun marz- mánaðar 1948 og varð að því mikill feng- ur fyrir þann flota, sem stundaði þær veiðar. En sú von, sem menn höfðu gert sér um framhald þeirrar síldveiðar, brást

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.